Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech leig­ir fast­eign­ir af fé­lög­um stofn­anda síns fyr­ir rúm­lega 1.700 millj­ón­ir

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem *Ró­bert Wessman stofn­aði, leig­ir fjölda fast­eigna af fyr­ir­tækj­um hans vegna rekstr­ar­ins á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið stefn­ir á skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig feng­ið fjár­mögn­un frá ís­lensk­um að­il­um og líf­eyr­is­sjóði.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Segir rasisma ríkja við fyrirlagningu ökuprófa
Fréttir

Seg­ir ras­isma ríkja við fyr­ir­lagn­ingu öku­prófa

Nám­skrár öku­náms eru ein­göngu til á ís­lensku og óheim­ilt er að hafa með sér túlk í öku­próf sé próf­ið sjálft til á móð­ur­máli próf­taka. „Ég vil nota orð eins og valdníðs­la gagn­vart próf­taka,“ seg­ir fyrr­ver­andi formað­ur Öku­kenn­ara­fé­lags Ís­lands, Guð­brand­ur Boga­son, sem gagn­rýn­ir um­gjörð öku­náms á Ís­landi harð­lega.
Ísland tekur þátt í hernaði: Flytur og hýsir vopn og framleiðir hráefni
Erlent

Ís­land tek­ur þátt í hern­aði: Flyt­ur og hýs­ir vopn og fram­leið­ir hrá­efni

Ís­land er oft kall­að herlaust land en á þó að­ild að hern­að­ar­banda­lagi og tek­ur með óbein­um hætti þátt í átök­um í Úkraínu og víð­ar. Ís­lensk stjórn­völd hafa borg­að meira en hundrað og tutt­ugu millj­ón­ir til að flytja her­gögn til þessa eina lands og ál frá Ís­landi er nán­ast ör­ugg­lega not­að til að fram­leiða her­þot­ur, flug­skeyti og aðr­ar sprengj­ur sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn nota.
Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar
FréttirFasteignaveðmál dómsmálaráðherra

Nafn fast­eigna­fé­lags ráð­herra vís­aði alltaf til lóð­ar­inn­ar

Fé­lag­ið sem Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stofn­aði ásamt eig­in­konu sinni fékk strax nafn sem vís­ar til stað­setn­ing­ar lóð­ar sem síð­ar var keypt. Í svör­um ráð­herr­ans og nýs stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins var gef­ið í skyn að fé­lag­ið hafi ekki ver­ið stofn­að í þeim til­gangi að kaupa lóð­ina. Öll gögn um starf­semi fé­lags­ins gefa ann­að til kynna.
„Það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því“
Fréttir

„Það er ekki ég sem er að senda fólk til hel­vít­is hér, það er rík­is­stjórn Ís­lands sem er að því“

Dav­íð Þór Jóns­son, prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju, sagði í við­tali í morg­un að hann hefði not­að orð­ið „fas­ista­stjórn VG“ um rík­is­stjórn­ina vegna þess að sú póli­tík sem stjórn­in ástund­aði væri fasísk. Hann sagði einnig að orða­lag hans um að það væri „sér­stak­ur stað­ur í hel­víti fyr­ir fólk sem sel­ur sál sína fyr­ir völd og vegtyll­ur“ hefði ver­ið orða­til­tæki og sér­stakt ólæsi á tungu­mál­ið þyrfti til að leggja þann skiln­ing í þau orð að með þeim ósk­aði hann fólki hel­vítis­vist­ar.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“
Fréttir

„Nak­ið fólk út um allt og það er ver­ið að góla og öskra“

Sú starf­semi sem rek­in er af and­leg­um söfn­uði sem kall­ar sig Sól­setr­ið, und­ir Esjurót­um, er barna­vernd­ar­mál seg­ir Tanya Pollock í nýj­um þætti af Eig­in kon­ur. Hún seg­ir að mik­ið marka­leysi sé í við­burð­um safn­að­ar­ins og fólk sé sett und­ir mik­inn þrýst­ing til að taka þátt í at­höfn­um sem það síð­an upp­lif­ir sem brot gegn sér. Sjálf hef­ur hún upp­lif­að það sem hún tel­ur hót­an­ir frá fólki sem teng­ist söfn­uð­in­um eft­ir að hafa vak­ið at­hygli á því sem hún tel­ur óeðli­legt og jafn­vel hættu­legt í starf­semi safn­að­ar­ins, sem hún lík­ir við költ.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu