Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
ErlentÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Fréttir

Kon­ur í Banda­ríkj­un­um hafa ver­ið svipt­ar rétt­in­um til þung­un­ar­rofs

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna snéri við fyrri nið­ur­stöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa með­göngu. Rétt­ur­inn var tryggð­ur fyr­ir fimm­tíu ár­um síð­an í máli Roe gegn Wade en nú hef­ur dóm­stóll­inn ákveð­ið að stjórn­ar­skrá lands­ins tryggi ekki sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna. Fóst­ur­eyð­ing­ar urðu sjálf­krafa bann­að­ar í fjölda fylkja við upp­kvaðn­ingu dóms­ins.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Fréttir

Orku­veita Reykja­vík­ur greið­ir 2,6 millj­arða skuld vegna gam­alla áhættu­fjár­fest­inga

Orku­veita Reykja­vík­ur gerði gjald­miðlask­skipta­samn­inga við Glitni banka ár­ið 2008 sem deilt hef­ur ver­ið um fyr­ir dómi. Þess­ir samn­ing­ar voru gerð­ir til þess að verja fyr­ir­tæk­ið fyr­ir geng­is­breyt­ing­um krón­unn­ar. Nú loks, 15 ár­um eft­ir að samn­ing­arn­ir voru gerð­ir, koma eft­ir­stöðv­ar samn­ing­anna til greiðslu eft­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur tap­aði dóms­máli út af þeim. 2,6 millj­arð­ar króna fóru úr bók­um Orku­veitu Reykja­vík­ur út af upp­greiðslu samn­ing­anna sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lags­ins nú í maí.
Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni
Fréttir

Dóm­ara­efni þurfa að upp­fylla hæfn­is­skil­yrði: Frest­uðu nið­ur­stöð­unni

Þing­manna­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins frest­aði því að taka af­stöðu til þriggja um­sækj­enda frá Ís­landi um stöðu dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Um­sækj­end­ur eru tekn­ir í stíf við­töl þar sem þeir spurð­ir spjör­un­um úr um dóma og dóma­for­dæmi við dóm­stóll­inn. All­ir um­sækj­end­urn­ir verða að upp­fylla hæfis­skil­yrð­in til að hægt sé að klára um­sókn­ar­ferl­ið í starf­ið.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu