Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Fréttir

Jóla­versl­un í blóma en færri gefa fá­tæk­um börn­um pakka

Mun færri jólapakk­ar handa börn­um sem al­ast upp í fá­tækt hafa ver­ið sett­ir und­ir tréð í Kringl­unni það sem af er að­ventu í ár sam­an­bor­ið við fyrri ár. Mark­aðs­stjóri Kringl­unn­ar seg­ir sam­drátt­inn að nálg­ast 40 pró­sent. Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ekki sleg­ið af í jóla­versl­un­inni því áætl­að er að heild­ar­velta smá­vöru­versl­ana verði ríf­lega 123 millj­arð­ar og að hin svo­kall­aða vísi­tölu­fjöl­skylda muni eyða að með­al­tali tæp­um 300 þús­und krón­um í jóla­hald­ið.
Leigufélagið Alma hækkar leigu hjá flóttamönnum frá Úkraínu um allt að 114 prósent
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma hækk­ar leigu hjá flótta­mönn­um frá Úkraínu um allt að 114 pró­sent

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur ákveð­ið að hækka leig­una á íbúð­um í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ um allt að 100 pró­sent. Í íbúð­un­um búa flótta­menn frá Úkraínu í sex­tán íbúð­um, þar á með­al börn, sem eru að flýja stríð­ið í Úkraínu. Garða­bær hef­ur lof­að Úkraínu­mönn­um að greiða hluta leig­unn­ar fyr­ir þá ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. Til­raun­ir til að fá Ölmu til að inn­heimta lægri leigu hjá flótta­mönn­un­um hafa ekki bor­ið ár­ang­ur.
Leigufélagið Alma lánaði Mata-systkinunum 7 milljarða til að kaupa sig
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma lán­aði Mata-systkin­un­um 7 millj­arða til að kaupa sig

Ný­ir eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags áttu í stór­felld­um inn­byrð­is við­skipt­um með fyr­ir­tæki sín á sama tíma og þeir keyptu fyr­ir­tæk­ið í fyrra. Alma fjár­magn­aði kaup Mata-systkin­anna með láni og systkin­in seldu Ölmu leigu­fé­lag á rúma 11 millj­arða með láni. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, seg­ir að hækk­an­ir Ölmu á leigu­verði séu ógeð­felld­ar en hann hef­ur reynt að fá fyr­ir­tæk­ið til að sleppa því að hækka leig­una.
Íslandsvinurinn og pullurnar í Phala-Phala
Fréttir

Ís­lands­vin­ur­inn og pull­urn­ar í Phala-Phala

Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suð­ur-Afr­íku, er í veru­lega slæm­um mál­um vegna ásak­ana um að hann hafi mis­beitt valdi sínu í tengsl­um við inn­brot á bú­garð hans. Ramap­hosa, sem var kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands til fjölda ára, varð fyr­ir því að reiðu­fé að and­virði hálfs millj­arðs króna, var stol­ið í inn­brot­inu. Pen­ing­arn­ir voru geymd­ir und­ir sófa­pull­um.
Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára
FréttirLaxeldi

Mynd­ir frá Reyð­ar­firði sýna stór­fellt tjón og laxa­dauða vegna vetr­arsára

Eld­islax­ar drep­ast í stór­um stíl vegna vetr­arsára í sjókví­um við Ís­land. Mynd­ir frá Löx­um í Reyð­ar­firði sýna kör sem eru full af dauð­um löx­um í lok árs 2020. Jens Garð­ar Helga­son fram­kvæmda­stjóri Laxa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi lent í erf­ið­leik­um vegna vetr­arsára ár­ið 2020 en að unn­ið hafi ver­ið að úr­bót­um til að koma í veg fyr­ir þetta. 8 til 10 kör af sárug­um fiski voru fyllt á hverj­um degi og hann var not­að­ur í dýra­fóð­ur.
Fjárlaganefnd hættir við og felur ráðherra að útfæra 100 milljóna fjölmiðlastyrkinn
Fréttir

Fjár­laga­nefnd hætt­ir við og fel­ur ráð­herra að út­færa 100 millj­óna fjöl­miðla­styrk­inn

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is hef­ur ákveð­ið að fela ráð­herra að ákveða hvernig auka 100 millj­ón­um króna verði var­ið til stuðn­ings einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Í fyrri ákvörð­un meiri­hlut­ans var þess­um 100 millj­ón­um gott sem lof­að sjón­varps­stöð­inni N4, einu sjón­varps­stöð­inni sem er með höf­uð­stöðv­ar á lands­byggð­inni.
Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4
Fréttir

Vill að RÚV á lands­byggð­inni verði lagt nið­ur og fært und­ir N4

Í bréfi sem María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4, sendi fjár­laga­nefnd Al­þing­is fer hún rangt með stað­reynd­ir um skil­yrði fyr­ir styrkj­um sem veitt­ir eru einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Hún lýs­ir eig­end­um stöðv­ar­inn­ar sem „engla­fjár­fest­um“ og seg­ir stöð­ina reiða sig á kost­an­ir sveit­ar­fé­laga. María Björk fer fram á 100 millj­óna styrk úr rík­is­sjóði, ell­egar fari N4 í þrot.
Létu maltverskt félag sitt lána sér fyrir leigufélaginu Ölmu og greiða háa vexti
FréttirLeigufélagið Alma

Létu malt­verskt fé­lag sitt lána sér fyr­ir leigu­fé­lag­inu Ölmu og greiða háa vexti

Eig­end­ur Ölmu leigu­fé­lags lán­uðu sjálf­um sér pen­inga til að geta fært eign­ar­hald leigu­fé­lags­ins frá Möltu til Ís­lands. Þeir greiða sjálf­um sér vexti af þessu láni og Alma þarf því að skila til­tekn­um arði til að dæm­ið gangi upp. Sam­tals fengu eig­end­ur Ölmu fimm millj­arða lán hjá eig­in fé­lög­um á fimm til fimmtán pró­senta vöxt­um til að kaupa þessi bréf.

Mest lesið undanfarið ár