Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri Procar ákærð­ur af hér­aðssak­sókn­ara

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur Har­aldi Sveini Gunn­ars­syni, sem var fram­kvæmda­stjóri og meiri­hluta­eig­andi bíla­leig­unn­ar Procar, fyr­ir skjalafals. Ár­ið 2019 var greint frá því í Kveik á RÚV að bíla­leig­an hefði ár­um sam­an stund­að það að skrúfa til baka kíló­metra­stöðu not­aðra bíla­leigu­bíla áð­ur en þeir voru seld­ir.
Hvalveiðiskýrslan enn „ofan í skúffu“
Fréttir

Hval­veiði­skýrsl­an enn „of­an í skúffu“

Hval­veið­ar Hvals hf. síð­asta sum­ar gengu „sann­ar­lega“ í ber­högg við lög, reglu­gerð­ir og út­gef­ið leyfi fé­lags­ins, að mati Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands sem krefjast þess að fyr­ir­tæk­ið verði svipt leyfi til veiða í ár. Það hef­ur ít­rek­að feng­ið frest til að skila and­mæl­um við skýrslu­drög MAST um veið­arn­ar og hún því ekki ver­ið gef­in út. Og það stytt­ist óð­um í að hval­veiði­skip­in geti lagt úr höfn, hlað­in sprengju­skutl­um.
Hrafnhildur hafnar niðurstöðu sálfræðinga um einelti
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Hrafn­hild­ur hafn­ar nið­ur­stöðu sál­fræð­inga um einelti

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, hafn­ar því að hún hafi beitt starfs­mann einelti. Sál­fræðifyr­ir­tæki sem rann­sak­aði mál­ið komst að þess­ari nið­ur­stöðu og rann­sak­ar ráðu­neyti há­skóla­mála það nú áfram. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að hún muni ekki tjá sig frek­ar um efn­is­at­riði máls­ins með­an það er í ferli.
Meirihluti verkefna varðandi náttúruvá vanfjármögnuð
Fréttir

Meiri­hluti verk­efna varð­andi nátt­úru­vá van­fjár­mögn­uð

Í nýbirtri skýrslu starfs­hóps um stöðu og áskor­an­ir varð­andi til­hög­un hættumats og vökt­un­ar vegna nátt­úru­vár kem­ur fram að brýn verk­efni sem hóp­ur­inn legg­ur til að far­ið verði í „hafa ekki trygga fjár­mögn­un“. Í þeim sex mála­flokk­um sem eru til­tekn­ir telj­ast fjór­ir í „um­fangs­mik­illi fjár­þörf“ á ein­hverju sviði og einn á öll­um þrem­ur svið­um sem eru til­tek­in. Af þeim 18 lið­um sem eru til­tekn­ir varð­andi fjár­þörf eru 14 í veru­legri eða um­fangs­mik­illi fjár­þörf og að­eins einn þeirra í lít­illi fjár­þörf.
Rannsakar stjórnunarhætti Hrafnhildar í Menntasjóði
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sak­ar stjórn­un­ar­hætti Hrafn­hild­ar í Mennta­sjóði

Ásak­an­ir um meint einelti í Mennta­sjóði náms­manna eru nú til rann­sókn­ar. Rann­sókn­in bein­ist að stjórn­ar­hátt­um Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, og hef­ur ráðu­neyt­ið leit­að til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa. Sam­bæri­legt mál kom upp þeg­ar Hrafn­hild­ur Ásta var skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 2013 og hlaut hún fyr­ir áminn­ingu sem var aft­ur­köll­uð skömmu áð­ur en hún var ráð­in fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins.
Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá
Fréttir

Ásmund­ur Ein­ar skráði ekki hús sem hann leig­ir út á 400 þús­und á mán­uði í hags­muna­skrá

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, seg­ir að það hafi ver­ið mis­tök að hús sem hann á í Borg­ar­nesi hafi ekki ver­ið skráð í hags­muna­skrá. Ráð­herr­ann og eig­in­kona hans hafa leigt hús­ið út fyr­ir 400 þús­und á mán­uði síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt regl­um um hags­muna­skrán­ingu eiga þing­menn að til­greina fast­eign­ir sem þeir búa ekki í hags­muna­skrán­ingu sem og tekj­ur sem þeir hafa af þeim.
Vilja að stimpilgjald verði einungis afnumið af húsnæði sem er keypt til eigin nota
Fréttir

Vilja að stimp­il­gjald verði ein­ung­is af­num­ið af hús­næði sem er keypt til eig­in nota

Nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um að af­nema stimp­il­gjöld vegna kaupa á íbúð­ar­hús­næði. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna styðja frum­varp­ið að því gefnu að gjald­ið verði ein­ung­is af­num­ið af hús­næði sem er keypt til eig­in nota. Alls eru tæp­lega 38 pró­sent allra íbúða ann­að hvort í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð eða í eigu lög­að­ila.
Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir aukna skatta minnka lík­ur á sjálf­bær­ara lax­eldi

For­stjóri stærsta eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði, Iv­an Vind­heim, seg­ir að auk­in gjald­taka á lax­eld­is­iðn­að­inn komi í veg fyr­ir þró­un á sjálf­bær­ari lausn­um en sjóa­kvía­eldi. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýr­ir, MOWI, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki og einn stærsti hags­muna­að­ili í lax­eldi á Ís­landi, jókst um 64 pró­sent í fyrra og nam nærri 40 millj­örð­um.
Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar
Fréttir

Lít­ið í boði á Leigulist­an­um – eins og ann­ars stað­ar

Íbúð­ar­leit­andi hafði sam­band við Heim­ild­ina og sagð­ist telja það harka­legt að greiða 4.700 krón­ur fyr­ir mán­að­ar­að­gang að leigu­miðl­un­inni Leigulist­an­um, þar sem ein­ung­is nítj­án eign­ir hefðu ver­ið á skrá á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­boð­ið er í lág­marki, seg­ir fram­kvæmda­stjóri leigu­miðl­un­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár