Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
FréttirHeimilisleysi

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Fréttir

Dóm­ari reif í sig mála­til­bún­að í umsát­ur­seinelt­is­máli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.
Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Fréttir

Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur verði ekki fram­lengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Mest lesið undanfarið ár