Ósk um leyfi til virkjunar Hverfisfljóts aftur á borði sveitarstjórnar
Fréttir

Ósk um leyfi til virkj­un­ar Hverf­is­fljóts aft­ur á borði sveit­ar­stjórn­ar

Ragn­ar Jóns­son er hvergi af baki dott­inn varð­andi áform sín um að reisa virkj­un í Hverf­is­fljóti þrátt fyr­ir að úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála hafi fellt ákvörð­un sveit­ar­stjórn­ar Skaft­ár­hrepps um veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is úr gildi, m.a. á þeim rök­um að ekki hafi ver­ið sýnt fram á brýna nauð­syn þess að raska eld­hrauni.
Borgar 276 þúsund krónum meira fyrir leikskólapláss í Kópavogi en Reykjavík á ári
Fréttir

Borg­ar 276 þús­und krón­um meira fyr­ir leik­skóla­pláss í Kópa­vogi en Reykja­vík á ári

Helen Rut Ást­þórs­dótt­ir er með­al þeirra for­eldra sem gagn­rýna nýja gjald­skrá leik­skóla í Kópa­vogi. Leik­skóla­vist barns sem er sex tíma á dag í leik­skól­an­um kost­ar 10.462 krón­ur en fyr­ir barn sem er í átta tíma á dag þarf að greiða 49.474 krón­ur. Kópa­vogs­bær sendi frá sér aug­lýs­ingu til nýbak­aðra for­eldra að þeir geti feng­ið sér vinnu á leik­skóla og þannig fari barn­ið þeirra í for­gang auk þess sem þeir fengju af­slátt af gjöld­un­um.
Fóru á rafmagnshjólastólum í átt að glóandi hrauninu
FréttirEldgos við Litla-Hrút

Fóru á raf­magns­hjóla­stól­um í átt að gló­andi hraun­inu

Andri Val­geirs­son og Hall­grím­ur Ey­munds­son lögðu af stað í ferða­lag í átt að eld­gos­inu við Litla-Hrút á raf­magns­hjóla­stól­um um síð­ustu helgi. Ferð­in gekk stór­áfalla­laust fyr­ir sig, þó þeir hafi kast­ast að­eins til í stól­un­um vegna tor­færs lands­lags og hleðsl­an á raf­hlöð­um stól­anna hafi klár­ast á baka­leið­inni. Andri kall­ar eft­ir því að að­gengi að ís­lensk­um nátt­úruperl­um verði bætt, svo fólk sem not­ast við hjóla­stól geti feng­ið að sjá land­ið eins og gang­andi fólk.
Veik kona ætti að eiga skilyrðislausan rétt á hjálp
FréttirBrjóstapúðaveiki

Veik kona ætti að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp

Kon­ur sem rekja al­var­leg veik­indi til brjósta­púða hafa þurft að taka lán fyr­ir að­gerð þar sem púð­arn­ir eru fjar­lægð­ir. Að­gerð­in, sem kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur, er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Ónæm­is­fræð­ing­ur tel­ur að ekki ætti að láta kon­ur gjalda þeirr­ar ákvörð­un­ar að hafa far­ið í brjóstas­tækk­un, og seg­ir að veik­ar kon­ur ættu að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp.
Skatttekjur af sölu Kerecis dugi fyrir vegabótum til Ísafjarðar
Fréttir

Skatt­tekj­ur af sölu Kerec­is dugi fyr­ir vega­bót­um til Ísa­fjarð­ar

Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og for­stjóri Kerec­is, rit­ar harð­orða um­sögn um sam­göngu­áætlun stjórn­valda og seg­ir Vest­firð­inga sitja eft­ir sem jað­ar­sett­an hóp þjóð­ar­inn­ar, sem ekki njóti boð­legra sam­gangna, þrátt fyr­ir að skila fram­lagi til þjóð­ar­fram­leiðsl­unn­ar langt um­fram íbúa­fjölda. Hann vill sjá „Vest­fjarðalínu“ verða að veru­leika.
Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks
Fréttir

Klór­ar sér í koll­in­um yf­ir upp­sögn­um alls starfs­fólks

Öllu starfs­fólki Sæ­ferða var sagt upp eft­ir að Vega­gerð­in hafn­aði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í ferju­sigl­ing­ar yf­ir Breiða­fjörð. Þar á með­al var starfs­fólk sem ekki vinn­ur á Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri held­ur á skemmti­ferða­skip­inu Sæ­rúnu. Úlf­ar Hauks­son, véla­stjóri á Baldri, seg­ir upp­sagn­irn­ar hafa kom­ið mis­jafn­lega við fólk og hann eigi erfitt með að skilja að ekki sé hægt að halda úti skemmti­ferða­sigl­ing­um frá Stykk­is­hólmi.
Skemmdarverk framin á fjórum Orkustöðvum í nótt
Fréttir

Skemmd­ar­verk fram­in á fjór­um Orku­stöðv­um í nótt

Regn­boga­fán­ar voru skorn­ir nið­ur á fjór­um bens­ín­stöðv­um Ork­unn­ar í nótt er leið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur brugð­ist við og flagg­að upp á nýtt jafn harð­an. Mark­aðs­stýra Ork­unn­ar seg­ir að þar á bæ verði ekki lát­ið af stuðn­ingi við hinseg­in fólk. Formað­ur Hinseg­in daga seg­ir um ör­vænt­ing­ar­full við­brögð fá­menns hóps að ræða og legg­ur áherslu á að öll séu vel­kom­in á Hinseg­in daga.
Minkabúi í Mosfellsdal lokað verði aðbúnaður dýra ekki bættur
Fréttir

Minka­búi í Mos­fells­dal lok­að verði að­bún­að­ur dýra ekki bætt­ur

Mat­væla­stofn­un seg­ir ástand­ið á Dals­bú­inu í Mos­fells­dal óvið­un­andi. Bú­inu verði lok­að í haust ef að­bún­að­ur dýr­anna verði ekki bætt­ur. Á bú­inu fund­ust slas­að­ir mink­ar sem ekki hafði ver­ið sinnt. MAST seg­ir að dýr­in fái ekki fóð­ur á sunnu­dög­um og að búr­in hafi ekki ver­ið nægi­lega ein­angr­uð í 10 stiga frosti síð­asta vet­ur. Þá hafi mink­ar slopp­ið út af bú­inu og drep­ið fjölda hæna og dúfna í Mos­fells­dal.

Mest lesið undanfarið ár