Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Aukaatriði að komast heim fyrir jól

Ein­ar Skúla­son sam­ein­ar áhug­ann á göng­um og göml­um sam­göngu­leið­um með því að dreifa jóla­kort­un­um í ár fót­gang­andi, 280 kíló­metra, eft­ir gömlu póst­leið­inni milli Seyð­is­fjarð­ar og Ak­ur­eyr­ar.

Aukaatriði að komast heim fyrir jól
Aðventuganga Einar Skúlason er að ganga gömlu póstleiðina milli Seyðisfjarðar og Akureyrar, 280 kílómetra. Óvíst er hvort hann klári fyrir jól en það skiptir ekki máli að hans sögn. Mynd: Aðsend

„Það hefur gengið ágætlega, fyrsti dagurinn var svolítið erfiður, það snjóaði svo mikið um helgina, það er mikil lausamjöll, maður sökk svolítið mikið,“ segir göngugarpurinn Einar Skúlason, sem var staddur í Jökuldalnum á Austurlandi þegar blaðamaður Heimildarinnar náði tali af honum. 

Einar ætlar að verja aðventunni á göngu um gömlu póstleiðina milli Seyðisfjarðar og Akureyrar, 280 kílómetra talsins, bera út jólakort og styrkja um leið Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. 

Með göngunni sameinar Einar áhugann á göngu og gömlum samgönguleiðum. „Ég hef alltaf verið hrifinn af gömlu þjóðleiðunum og landpóstum því þeir voru þeir síðustu sem notuðu þessar þjóðleiðir mikið. Það vaknaði hjá mér forvitni að kynnast því meira á eigin skinni hvernig var að fara í svona langferðir um þessar gömlu leiðir á mismunandi árstíma,“ segir Einar, aðspurður hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu, en hann er að ganga hana í fyrsta sinn. „Mér finnst töfrandi að sjá gamlar vörður og sjá móta fyrir gömlum vegi eða stíg.“ 

VarðaEinar nýtur landslagsins og segir það töfrandi að sjá gamlar vörður og þegar mótar fyrir gömlum vegi eða stíg.

Gangan hófst á Seyðisfirði á mánudag og Einar þurfti að nota snjóþrúgur frá byrjun. En snjórinn var það mikill að þær sukku. „Þá heldur maður bara áfram en fer hægt yfir og þetta tekur meira á,“ segir Einar, sem er ekkert að flýta sér, þó stefnan sé sett á að klára gönguna fyrir jól til að koma öllum jólakortunum til skila. En sjálfur er hann ekkert að flýta sér heim fyrir jól. 

Á peysunni í fjögurra stiga frosti

Einar gekk 28 kílómetra fyrsta daginn, 14 á þriðjudag, 32 á miðvikudag og 24 á fimmtudag. Stefnan er að ganga um 20 kílómetra á dag. Veðrið hefur verið til friðs hingað til. „Þó að snjórinn geri mér erfitt fyrir þá hefur veðrið að öðru leyti verið mjög gott.“ Frostið hefur verið í tveggja stafa tölu en þegar Heimildin náði tali af Einari var frostið aðeins fjórar gráður. „Ég er bara á peysunni og sleppti því að fara í gammósíurnar, það er svo heitt.“ Ef veðrið fer að versna mun hann ekki hika við að bíða það af sér. „Ég fer ekkert að tefla á tvær hættur.“

Gamla póstleiðinPóstleiðin milli Seyðisfjarðar og Akureyrar er 280 kílómetra löng.

Annars er áætlunin frekar sveigjanleg. Einar kom fyrsta kortinu til skila í gær og gestrisni Austfirðinga er mikil þar sem honum hefur verið boðið gisting víða og útlit er fyrir að hann þurfi ekki að grípa strax í tjaldið. „Ég er með allt á bakinu, tjald, prímus, svefnpoka og tvær dýnur. Ég get sofið nánast hvar sem er en ég er búinn að fá ótrúlega mörg boð um gistingu. Ég held samt að ég verði að tjalda á Mývatnsöræfum, það er of langt á Mývatn frá Grímsstöðum.“ Þegar Einar kemur til Akureyrar mun hann dreifa flestum kortunum. „Svo þarf ég að sækja bílinn á Seyðisfjörð. Ég er ekkert búinn að hugsa út í hvernig ég geri það. Þetta reddast.“ 

Jólabarn sem bíður eftir barnabörnunum

Einar er jólabarn en segir aðeins hafa dregið úr því eftir því sem synir hans þrír eldast en þeir eru allir komnir yfir tvítugt. „Ég er eiginlega bara að bíða og vonast eftir barnabörnum og þau komi með jólin aftur til mín, svo ég vitni í jólalagið sem ég hef verið að syngja á göngunni.“

Einar er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur á Facebook fyrir 12 árum þar sem skipulagðar eru skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin. 

En hvað er svona dásamlegt við að ganga?

„Það er náttúrlega hreyfingin og að finna vind í andlitið, eða rigningu eða hvað sem það er, og sjá landslagið breytast fyrir augunum. Það er ótrúlega dýrmætt. Það er einhver viðbót við að vera úti í náttúrunni sem gefur manni hamingju. Að minnsta kosti mér.“

Hægt er að fylgjast með göngu Einars á Facebook-síðunni Póstleiðin Seyðisfjörður - Akureyri á aðventu 2023 og þar má finna frekari upplýsingar um hvernig styrkja má verkefnið.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár