Landspítalinn skilur að ekkja plastbarkaþegans telji sig eiga rétt á skaðabótum
FréttirPlastbarkamálið

Land­spít­al­inn skil­ur að ekkja plast­barka­þeg­ans telji sig eiga rétt á skaða­bót­um

Land­spít­ali-há­skóla­sjúkra­hús harm­ar að­komu stofn­un­ar­inn­ar að plast­barka­mál­inu svo­kall­aða. Í júní var ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa grætt plast­barka í þrjá ein­stak­linga í Sví­þjóð. Einn þeirra var And­emariam Beyene sem send­ur var frá Land­spít­al­an­um til Sví­þjóð­ar þar sem hann var not­að­ur sem til­rauna­dýr í að­gerð sem ekki voru lækn­is­fræði­leg­ar for­send­ur fyr­ir.
„Krabbamein kemur öllum við“
Fréttir

„Krabba­mein kem­ur öll­um við“

Rúm­lega 150 kíló­metra hlaup er framund­an hjá ung­um kon­um sem all­ar hafa greinst með krabba­mein á síð­ustu ár­um. Þær skipta kíló­metr­un­um á milli sín og safna áheit­um fyr­ir end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð­ina Ljós­ið. Sól­veig Ása Tryggva­dótt­ir, ein ljósa­systra, seg­ir krabba­mein stærra en bara ein­stak­ling­ur­inn sem fær það og þar af leið­andi komi það öll­um við.
Tveir áratugir „meðfærilegs lýðræðis“ skýri stuðning við aðgerðir Pútíns
Fréttir

Tveir ára­tug­ir „með­færi­legs lýð­ræð­is“ skýri stuðn­ing við að­gerð­ir Pútíns

Fé­lags­legt rými Rúss­lands var frek­ar eins­leitt eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna og því voru kjós­end­ur frem­ur óstöð­ug­ur hóp­ur sem auð­velt var að hafa áhrif á, seg­ir land­flótta pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. Stjórn­völd nýttu sér þetta, fyrst með mild­um að­ferð­um en síð­ar hafi tök­in ver­ið hert.
Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“
Fréttir

Skert ferða­frelsi og ör­ygg­is­gæsla í „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“

Ferða­frelsi fólks sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd hér og fer ekki úr landi verð­ur tak­mark­að og ör­ygg­is­gæsla við íverustað þeirra gangi hug­mynd­ir Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra um „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“ eft­ir. Hún seg­ir að laga­leg­ur mis­skiln­ing­ur sé á milli dóms­mála- og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is hvað varð­ar þjón­ustu við fólk­ið sem um ræði.
Kjálkanes hagnaðist um 4,4 milljarða og á 28 milljarða í eigið fé
Fréttir

Kjálka­nes hagn­að­ist um 4,4 millj­arða og á 28 millj­arða í eig­ið fé

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Björgólfs Jó­hanns­son­ar og að­ila sem tengj­ast hon­um fjöl­skyldu­bönd­um er á með­al stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sjóvá. Þá er fé­lag­ið stærsti hlut­haf­inn í Norð­ur­böð­um, sem eiga Jarð­böð­in á Mý­vatni og Sjó­böð­in á Húsa­vík. Það borg­aði hlut­höf­um sín­um 850 millj­ón­ir króna í arð vegna síð­asta árs.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.
Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær
Fréttir

Dyrn­ar á fang­els­inu opn­ar en eng­in leið að ganga út um þær

Í dag eru tvö ár lið­in síð­an talíban­ar náðu full­um völd­um yf­ir heimalandi Zöhru Hussaini. Kyn­systr­um henn­ar sem enn búa þar er neit­að um sjálf­sögð mann­rétt­indi eins og ferða­frelsi, mennt­un og at­vinnu. Á sama tíma hafa ís­lensk stjórn­völd hert út­lend­inga­lög þannig að Ís­lend­ing­ar taka nú jafn illa á móti fólki á flótta og Ír­an­ir, að mati Zöhru sem sjálf dvaldi í Ír­an sem barn á flótta.
Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum
Fréttir

Seg­ir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lög­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir skýrt í lög­um að ef fólk sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem það dvel­ur í. „Þó að ein­hver sveit­ar­fé­lög kann­ist ekki við það laga­ákvæði núna þá var um það fjall­að í um­ræð­unni í vor,“ seg­ir hún. Sveit­ar­fé­lög­in gagn­rýna rík­ið harð­lega í yf­ir­lýs­ingu og segja það bera ábyrgð á mála­flokkn­um.
Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
FréttirBrjóstapúðaveiki

Bumbu­bol­ta­karl­ar sleppa með skrekk­inn en ekki brjósta­púða­kon­ur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Sveitarfélög gagnrýna ríkið harðlega vegna áhrifa þjónustusviptingar
Fréttir

Sveit­ar­fé­lög gagn­rýna rík­ið harð­lega vegna áhrifa þjón­ustu­svipt­ing­ar

Bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýna stjórn­völd fyr­ir þau áhrif sem breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um eru nú byrj­að­ar að hafa. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fara fram á sam­tal við fé­lags­mála­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra án taf­ar.
Höfundur áhættumats Hafró hluthafi í eldisfyrirtæki með stofnanda Arctic Fish
FréttirLaxeldi

Höf­und­ur áhættumats Hafró hlut­hafi í eld­is­fyr­ir­tæki með stofn­anda Arctic Fish

Rann­sókn­ar­stjóri fisk­eld­is hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un á hluta­bréf í eld­is­fyr­ir­tæki í Grinda­vík sem fram­leið­ir sæeyru. Stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­urð­ur Pét­urs­son, er stofn­andi og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Arctic Fish á Ísa­firði sem seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu í fyrra fyr­ir tæpa tvo millj­arða króna. Um­rædd­ur starfs­mað­ur Hafró, Ragn­ar Jó­hanns­son er einn af höf­und­um stefnu­mark­andi gagns um áhættumat erfða­blönd­un­ar í ís­lensku lax­eldi. Hann tel­ur teng­ing­una við Sig­urð lang­sótta.
Vill að úrskurðarnefnd hafni birtingu yfirstrikaðra upplýsinga
Fréttir

Vill að úr­skurð­ar­nefnd hafni birt­ingu yf­ir­strik­aðra upp­lýs­inga

Í um­sögn sinni til úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál seg­ir Seðla­banki Ís­lands að þær upp­lýs­ing­ar í sátt hans við Ís­lands­banka sem strik­að var yf­ir séu háð­ar þagn­ar­skyldu. Það sé „sann­gjarnt og eðli­legt“ að trún­að­ur ríki um þær. Heim­ild­in kærði synj­un Seðla­bank­ans á af­hend­ingu upp­lýs­ing­anna til úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár