Noorina og Asil komnar með íslenskan  ríkisborgararétt – Alþingi samþykkti 20 nýja Íslendinga
Fréttir

Noor­ina og Asil komn­ar með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt – Al­þingi sam­þykkti 20 nýja Ís­lend­inga

Ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 20 í gær sam­kvæmt ákvörð­un Al­þing­is. Þar á með­al eru tvær ung­ar kon­ur, ann­ars veg­ar frá Af­gan­ist­an og hins veg­ar frá Palestínu, sem stigu fram í Heim­ild­inni ný­ver­ið. Önn­ur, 27 ára lækn­ir, flúði ógn­ar­stjórn Talíbana. Hin, sautján ára frá Gaza, missti fjöl­skyldiuna sína og hluta af vinstri fæti í loft­árás Ísra­ela.
Hvenær geta börnin gengið örugg um Grindavík?
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Hvenær geta börn­in geng­ið ör­ugg um Grinda­vík?

Íbú­ar í Grinda­vík eru var­að­ir við því að ganga ann­ars stað­ar en á göt­um og gang­stétt­um, þar sem hol­ur geti opn­ast án fyr­ir­vara. Unn­ið er að því að fylla upp í sprung­ur og bæj­ar­starfs­menn ætla að vera bún­ir að tryggja ör­yggi fólks, áð­ur en kall­ið um að snúa heim kem­ur. Íbúi í bæn­um tel­ur ekki ör­uggt að halda heim skömmu eft­ir ára­mót, eins og marga Grind­vík­inga ef­laust lang­ar.
Lögreglumaðurinn sem þóttist vera blaðamaður laus allra mála
Fréttir

Lög­reglu­mað­ur­inn sem þótt­ist vera blaða­mað­ur laus allra mála

Lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son villti á sér heim­ild­ir þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stóð að baki list­gjörn­ingi þar sem namib­íska þjóð­in var beð­in af­sök­un­ar á fram­göngu Sam­herja þar í landi. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vís­aði máli Gísla Jök­uls til rann­sókn­ar hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara þar sem hún var sið­an felld nið­ur.
„Það er eins og ríkisstjórnin telji að íslenska meðalheimilið svífi um á rósrauðu skýi“
Fréttir

„Það er eins og rík­is­stjórn­in telji að ís­lenska með­al­heim­il­ið svífi um á rós­rauðu skýi“

Hart var sótt að ófull­nægj­andi að­gerð­um til að bæta hag heim­ila lands­ins í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag. Logi Ein­ars­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar, sagði að forkast­an­legt væri að fjár­lög­in væru „ger­sneydd skiln­ingi á stöðu al­menn­ings í land­inu.“ Guð­brand­ur Ein­ars­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, sagði að í frum­varp­inu væru fjár­magnseig­end­ur­tekn­ir yf­ir al­menn­ing.
Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax til­kynnti ekki held­ur um öll göt á kví­um í Pat­reks­firði

Við eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi í Pat­reks­firði kom í ljós að fyr­ir­tæk­ið hafði ekki til­kynnt um öll göt sem kom­ið höfðu á kví­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýj­um lög­um um fisk­eldi er skýrt kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæki eigi að til­kynna um öll göt á kví­um, al­veg sama þó ekki séu ástæð­ur til að ætla að eld­is­fisk­ur hafi slopp­ið út um þau.
Hjól verði niðurgreidd með skattaafslætti í eitt ár enn
Fréttir

Hjól verði nið­ur­greidd með skatta­afslætti í eitt ár enn

Fjár­laga­nefnd hef­ur ákveð­ið að leggja til að af­slátt­ur af virð­is­auka­skatti fyr­ir hjól verði áfram í gildi út næsta ár, en áð­ur stóð til að hætta öll­um nið­ur­greiðsl­um annarra öku­tækja en hrein­orku­bíla. Fjár­laga­nefnd seg­ir að um sé að ræða um­hverf­i­s­væn far­ar­tæki sem séu til þess fall­in að draga úr bílaum­ferð og fjölga í hópi þeirra sem ferð­ast með vist­væn­um hætti.
Eurovision-málið vakti upp pólitískar línur innan stjórnar RÚV
Fréttir

Eurovisi­on-mál­ið vakti upp póli­tísk­ar lín­ur inn­an stjórn­ar RÚV

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn RÚV, lýs­ir því sem fór fram inn­an stjórn­ar­inn­ar við ákvörð­un um að vísa frá til­lögu um að Ís­land snið­gangi Eurovisi­on vegna þátt­töku Ísra­els í sam­hengi við fjölda­dráp á al­menn­um borg­ur­um á Gasa-svæð­inu. Hún var sú eina sem studdi til­lögu Marð­ar Áslaug­ar­son­ar um snið­göngu ef Ísra­el verð­ur með.

Mest lesið undanfarið ár