Nýtt efni

Forfeðurnir sem höfnuðu framförum
Í 4.000 ár neituðu íbúar á einu svæði heimsins að taka upp það sem allir aðrir töldu til framfara og við hneigjumst til að álíta sjálfsagt og óhjákvæmilegt.

Stefna að opnun ofbeldismóttöku fyrir börn
Í janúar 2026 skulu öll börn sem eru þolendur ofbeldis fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu án tafar. Þetta kemur fram í fyrstu stöðuskýrslu aðgerðahóps vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum.

Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum á dagskrá þingsins
Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum verður ekki lengur háð samþykki annarra eigenda, ef frumvarp sem er á dagskrá Alþingis í dag nær fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, leggur frumvarpið fram.

Ríkisstjórnin vill meira út úr tekjustofnum
Ríkisstjórnin hyggst auka tekjur með betra eftirliti með skattskilum og færri undanþágum, en leggur fyrst og fremst áherslu á aðhald. Þetta kemur fram í frumvarpi að nýrri fjármálaáætlun.

Engin lög setja skorður á framlög Sósíalista til Vorstjörnunnar
Sósíalistaflokkur Íslands virðist reka hluta starfsemi sinnar í gegnum félagasamtök. Með því skapar flokkurinn rými til að taka við fjárframlögum frá borgarfulltrúum flokksins umfram það sem þeir mega styrkja sjálfan flokkinn. Ríkisendurskoðandi telur tímabært að endurskoða lögin.

Börnin á Gaza: Mynd ársins 2024
Mynd úr seríu Golla frá mótmælum vegna stríðsins og þeirrar skelfingar sem verið hefur á Gaza-ströndinni var valin Mynd ársins 2024 á verðlaunahátíð Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Heimildin birtir seríuna alla í tilefni verðlaunanna.


Valur Gunnarsson
Eurovision-partí Pútíns
Fyrst Rússland fær ekki að vera með í Eurovision hefur Pútín ákveðið að endurvekja Intervision, sönglagakeppni austantjaldslanda. Um tuttugu þjóðir hafa boðað þátttöku, þar á meðal Kína, Indland, Brasilía og Kúba.

Mótmælendur í Hafnarfirði: Sýndi að við vorum ekki valdalaus
Mótmælendur í Hafnarfirði eru sigurreifir eftir að Carbfix tilkynnti að fyrirtækið ætlaði að hætta við Coda Terminal-verkefnið í bænum. Bæjarfulltrúi segir að það hafi staðið á peningahliðinni.

Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
Á útmánuðum 2024 birtust í Heimildinni nokkrar Flækjusögur um upphaf fyrri heimsstyrjaldar sumarið 1914. En við þá sögu komu ýmsir óvæntir aðilar og á óvæntan hátt. Hér segir frá einum sérkennilegum anga málsins.


Borgþór Arngrímsson
Hafa sofið á viðbúnaðarverðinum
Danir hafa algjörlega látið undir höfuð leggjast að skipuleggja aðgerðir og undirbúning, ef vandi steðjar að borgurum landsins, til dæmis vegna stríðsátaka. Nú líta þeir til Svía sem hafa árum saman skipulagt slíkan viðbúnað.

Björgunaraðilar leita í rústum að fólki á lífi - Yfir 1600 látin eftir jarðskjálftann
Að minnsta kosti 1.644 manns létust og yfir 3.400 slösuðust í Mjanmar samkvæmt yfirlýsingu frá herforingjastjórninni. Vegna mikilla truflana á fjarskiptum er umfang hörmunganna þó aðeins að byrja að koma í ljós og talið er að fjöldi látinna eigi enn eftir að hækka verulega.


Kjartan Þorbjörnsson
Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem haldin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni eru myndir frá liðnu ári sem valdar hafa verið af óháðri dómnefnd. Þar flutti ljósmyndari Heimildarinnar eftirfarandi erindi.

„Í stríði eru lögin þögul“
Íslandsmeistari í lögmennsku er Ragnar Aðalsteinsson, í þeim skilningi að Ragnar flutti mál fyrir Hæstarétti í meira en 54 ár og þar með lengst allra. Sennilega hefur enginn einstaklingur hér á landi haft jafnmikil áhrif á þróun mannréttinda og hann. Hér er farið í saumana á merku lífsstarfi Ragnars.