Nýtt efni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
Páll Kristinn Stefánsson festi kaup á fyrstu íbúð í sumar ásamt kærustu sinni. Þau hafa búið hjá foreldrum Páls undanfarið á meðan þau hafa safnað pening. Parið var spennt að flytja í eigið húsnæði en hafa ekki efni á því. „Það er ekkert smá svekk þegar maður er búinn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ segir hann.

Stórsókn Ísraels í Gazaborg og skýrsla SÞ segir þjóðarmorð í gangi
Ísrael hefur hert aðgerðir sínar í Gazaborg og Palestínumenn flýja nú borgina. Samkvæmt nýrri skýrslu óháðrar alþjóðlegrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er verið að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza.

Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
Hannes Árni Hannesson keypti sína fyrstu íbúð með vini sínum árið 2021. Hvorugur gat staðist greiðslumat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sambúð. Vinunum gekk vel að búa saman þar til báðir eignuðust kærustur. Mánuði eftir að þær fluttu inn seldi Hannes sinn hlut til vinar síns og þau fóru í íbúðarleit að nýju.

Trump höfðar 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times
Donald Trump hefur höfðað 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times og sakað miðilinn um áratugalanga ófrægingarherferð. Hann krefst skaðabóta og sektarfjár og hefur einnig stefnt öðrum fjölmiðlum á þessu ári.

Eftirlit með sjóði unnustu seðlabankastjóra „alvarlegt mál“
Stjórnsýslufræðingur segir undirmenn seðlabankastjóra vanhæfa til að hafa eftirlit með sjóðnum sem unnusta hans stýrir. Rannsókn á hagsmunartengslum væri „illframkvæmanleg og kostnaðarsöm“ og málið beri vott um rýra dómgreind.

Við erum að skapa umhverfi sem er fólki mjög andstætt
Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að á tímum þar sem lífsstílssjúkdómar séu að sliga samfélagið sé mikilvægt að búa til gott umhverfi sem styður við heilsu fólks. Þar sé hægt að gera mun betur, en það sé ekki orðið of seint.

Hversu erfitt er að kaupa fasteign?
Ung einhleyp manneskja á meðallaunum þyrfti að eiga 18,4 milljónir í útborgun til að standast greiðslumat á lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Þurfum að byggja eignir fyrir eldra fólk
Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir það misskilning að hægt sé að byggja ódýrar íbúðir. Losa þurfi um regluverk, efla starfsemi félaga sem byggja húsnæði til að leigja og gefa eldra fólki kost á að minnka við sig innan hverfis.

„Þetta er frekar grimm framtíð fyrir marga“
Má Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við HÍ, finnst óskiljanlegt að verðtryggð fasteignalán hafi ekki verið tengd við húsnæðisvísitölu. Hann segir möguleika almennings að komast á fasteignamarkaðinn svipaða og árið 2011, þegar allt var í kaldakoli í íslensku efnahagslífi.


Björn Leví Gunnarsson
Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, rýnir í fjárlagafrumvarpið og umræðuna í kringum þau, sem hann segir að sé fyrirsjáanleg og yfirborðskennd – eins og venjulega.


Halla Gunnarsdóttir
Aðhald á kostnað launafólks
Sveltistefnan hefur aldrei virkað til að taka á ríkisfjármálum eða koma efnahag á réttan kjöl. Hún hefur hins vegar í tímans rás og í öðrum löndum gert hina ríku ríkari, minnkað millistéttina og skert lífskjör vinnandi fólks.

„Af því að mér finnst gaman að vinna með börnum þá er ég föst heima“
Hildur Iðunn Sverrisdóttir vinnur á leikskóla og stefnir á meistaragráðu í listkennaranámi. Hún býr í íbúð í bílskúr foreldra sinna og veit að það verður erfitt að safna fyrir íbúð þar sem starfsvettvangurinn sem hún vill vera á er lágt launaður. „Það verður alltaf erfitt fyrir mig að safna,“ segir hún.

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í húsnæðismálum þennan þingvetur?
„Við erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Meðal boðaðra aðgerða eru breytingar á skammtímaleigu, umbætur í hlutdeildarlánakerfinu og endurskoðun á byggingarreglugerð.

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
Hjálmar Snorri Jónsson innréttaði í sumar bílskúr foreldra sinna en hann býr í honum ásamt kærustu sinni. Hann segir auðveldara að geta safnað fyrir íbúð þannig heldur en að fara fyrst inn á leigumarkaðinn. „Það er svolítið hugsunin að í stað þess að vera á leigumarkaði get ég bara verið hér og safnað peningum,“ segir Hjálmar.

Ófyrirséð mannfjölgun og vaxtalækkanir eiga þátt í sögulega háu fasteignaverði
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vaxtalækkanir í Covid og óvænt mannfjölgun síðasta áratuginn hafa átt þátt í því að keyra upp húsnæðisverð. Leiguverð hefur hækkað talsvert meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og leigumarkaðurinn tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum.