Nýtt efni

Gjaldtaka við ferðamannastaði um allt land
Gjaldtaka á bílastæðum á ferðamannastöðum á Íslandi hefur aukist hratt. Sumir ferðamenn hafa sagt að þeir hafi þurft að borga samtals um 40 þúsund krónur í bílastæðagjöld á ferðalagi sínu í kringum landið. Eigandi umsvifamesta gjaldheimtufyrirtækisins á landsbyggðinni skilur að fólki sé brugðið.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum
Formaður Landverndar gagnrýnir harðlega bráðabirgðarleyfi Landsvirkjunar til þess að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun.

Sendir hermenn til Washington
„Við ætlum að taka höfuðborgina okkar til baka,“ segir Bandaríkjaforseti, sem færir lögregluna í Washingtonborg undir stjórn alríkisins.

Ósammála um að brotið hafi verið á akademísku frelsi ísraelska prófessorsins
Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, er ekki sammála um að það hafi verið brotið á akademísku frelsi ísraelsks prófessors, sem hugðist flytja erindi um gervigreind fyrir helgi, en fékk ekki út af mótmælum. Hann segir málið ekki vandræðamál fyrir háskólann.

Ráðherra kvartar yfir gjaldtöku við Kirkjufell
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði oft ósanngjarna og jafnvel ólöglega.

Greta Thunberg aftur á leið til Gaza
Aðgerðarsinnar og þekktir leikarar stefna flota með hjálpargögn til Palestínu.

Mótmæla byggingu á grænum reit við Krummahóla
Íbúar í Krummahólum segjast fyrst hafa heyrt af þéttingaráformum nokkrum dögum áður en tilkynnt var um þau í frétt. Stærsti hluti samráðs fór fram í miðjum Covid-faraldrinum.

Kókaín, bananar og ferðatöskur
Starfsfólki í 12 Coop verslunum í Danmörku brá í brún þegar verið var að bæta á bananahillurnar fyrir skömmu. Í bananakössunum voru ekki eingöngu bananar heldur einnig mörg hundruð kíló af kókaíni. Notkun á kókaíni hefur þrefaldast í Kaupmannahöfn á tíu árum og sömu sögu er að segja frá mörgum Evrópulöndum.

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
Hjördís Heiða Ásmundsdóttir segir aðgengi hafa verið mjög lélegt á tónlistarhátíðinni Vor í Vaglaskógi þrátt fyrir að hún væri auglýst aðgengileg. Eini kamarinn fyrir hreyfihamlaða fylltist af úrgangi, tjaldsvæði var í háu grasi og engir pallar voru svo hægt væri að sjá sviðið. Jakob Frímann Magnússon segir tónleikahaldara hafa brugðist við af bestu getu.


Sif Sigmarsdóttir
Krafa um þögla samstöðu
Á góðærisárunum í kringum 2006 og 2007 var eins og þegjandi samkomulag ríkti með þjóðinni: Aðgát skal höfð í nærværu peninga.

„Finndu þér ótrúlega dramatískt öskurlag og slepptu öllu“
Rósa Björk Jónbjörnsdóttir hefur dálæti á tónlist en hún var farin að syngja áður en hún gat talað almennilega. Henni finnst gaman að koma fram og skellir sér reglulega í karókí þar sem hún getur dottið í hina og þessa karaktera.

Segir framgöngu lektors í Palstestínumótmælum mögulega brjóta gegn siðareglum HÍ
Dósent við Háskóla Íslands segist hafa skömm á starfsfólki Háskóla Íslands sem tók þátt í að slaufa fundi með ísraelskum prófessor síðasta þriðjudag. Þar hafi verið vegið að akademísku frelsi með vafasömum hætti.

Samþykkja áætlun Netanyahu um að „taka yfir“ Gaza
Ísraelsher mun „taka yfir stjórn“ í Gaza-borg samkvæmt áætlun sem Benjamin Netanyahu lagði fram og öryggisráðið samþykkti í nótt. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Volker Turk, segir að áætlunina verði að „stöðva tafarlaust“.

Sakborningur í Samherjamálinu: „Ég ber ekki lengur traust til réttarkerfisins“
Arna McClure, fyrrverandi yfirlögfræðingur Samherja, segir gögn Samherjamálsins sýna sakleysi sitt. Hún segir að hún hvorki treysti lögreglu né ákæruvaldinu og að héraðssaksóknara slá ryki í augu almennings.