Nýtt efni

Witkoff sendur til Moskvu í leit að friði
Uggur og síðan efi í Evrópu á meðan Bandaríkin segjast vera að innsigla friðaráætlun fyrir Úkraínu og Rússland. Erindreki Trumps sendur til fundar við Pútín, sem lét sprengjum rigna yfir Kyiv í nótt.

Einar vill að fjárlögum verði breytt: „Svik við fólk með fötlun“
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsókanrflokksins, segir það að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að veita fólki með fötlun tiltekna þjónustu án þess að því fylgi fjármagn sé eins og að panta kampavín á veitingastað en senda reikninginn á næsta borð. Hann gagnrýnir Ingu Sæland og ríkisstjórnina harðlega.

Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson flugu hátt í viðskiptalífinu, en fóru í þrot. Ekkert fékkst upp í kröfur ráðgjafarfélags þeirra sem nú er gjaldþrota. Þeir hugsuðu of stórt og tóku of mikla áhættu, en viðskiptaferill þeirra er táknrænn fyrir tíðarandann.

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
Gísella Hannesdóttir fékk taugaáfall og missti heilsuna í sumar í kjölfar sjálfsvígstilraunar yngri systur sinnar. Hún upplifir að aðstandendur sjúklinga með alvarleg geðræn veikindi fái ekki nægan stuðning í heilbrigðiskerfinu. „Það er kannski einn fjölskyldumeðlimur sem er veikur en allir í fjölskyldunni fara í hyldýpið með þeim,“ segir hún.

MAGA-tröll afhjúpuð á X
Staðsetning notenda var birt á X, sem er í eigu Elons Musk. Stuðningshópur Invönku Trump reyndist staðsettur í Nígeríu og konur til stuðnings Donald Trump í Austur-Evrópu og Taílandi.

Xi ræddi við Trump um að taka Taívan
Leiðtogar Kína og Bandaríkjanna töluðu saman í síma á sama tíma og Úkraína fær úrslitakosti um að samþykkja kröfur Rússlands.

Söguðu bíl til að sýna fram á skattahækkun
„Við eigum skilið að búa í landi þar sem ríkið á ekki helminginn í bílnum þínum,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna áður en hann hóf að saga Volvo Station bíl í sundur.

„Banvænt aðgerðaleysi“ geti reynst „glæpur gegn mannkyninu“
Olíuiðnaðurinn skilar gríðarlegum hagnaði á meðan hann „leggur í rúst“ fátækari samfélög, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna og varar við því að veik niðurstaða COP30 verði harðlega dæmd í framtíðinni.

Deildi efni til varnar Hitler á TikTok
Framkvæmdastjóri Bæjarins Beztu segist deila miklu efni á TikTok og að hann muni ekki eftir að hafa deilt myndböndum til varnar Þýskalandi nasismans eða með texta um Adolf Hitler: „Hann gerði ekkert rangt“. Deilingar á TikTok séu ekki yfirlýstar skoðanir.


Jón Trausti Reynisson
Blekkingin um Úkraínu
Úkraínumálið lætur skína í það sem mörgum hefur yfirsést og varðar hagsmuni og líf allra Íslendinga.

Bandaríkin segja nú að friðarsamningur verði að tryggja fullveldi Úkraínu
Fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Úkraínu reyna að ná samkomulagi um skilmála í uppfærðri friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Fyrri áætlun gerði meðal annars ráð fyrir að Rússar héldu þeim svæðum sem þeir hafa hertekið innan landamæra Úkraínu.

Trump segir úkraínska „leiðtoga“ ekki sýna neitt þakklæti
Áfram er tekist á um 28 punkta friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir úkraínska leiðtoga ekki hafa sýnt Bandaríkjunum neitt þakklæti.

Margrét Gauja Magnúsdóttir
Við erum ekki bara eitthvað eitt, heldur miklu meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir barðist hart í pólitískum hildarleik, þar til hún skipti um kúrs og endurforritaði sig sjálfa.

Tók lán til að komast til Norður-Kóreu
Aðalritari Vinafélags Íslands og Kóreu tók þátt í málþingi um Juche-hugmyndafræðina í tilefni 80 ára afmælis Verkamannaflokks Norður-Kóreu. „Það er rosalegur uppgangur þarna í dag,“ segir Kristinn Hannesson. Landið er eitt það einangraðasta í heimi og hefur um áratugaskeið sætt gagnrýni fyrir víðtæk mannréttindabrot.










