Nýtt efni

Líkamsleifar fanga Ísraela bera merki um pyndingar og aftökur, segja læknar
Ísraelsk yfirvöld afhendu líkamsleifar palestínskra fanga. „Næstum öll höfðu verið tekin af lífi,“ segir læknir.

Bandaríkjaforseti íhugar loftárásir í Venesúela
Donald Trump hefur lýst meinta fíkniefnasmyglara réttdræpa sem erlenda óvinahermenn og lætur aflífa þá án dóms og laga í landhelgi Venesúela. Bandaríska leyniþjónustan sögð hafa fengið heimild til banatilræða í Venesúela.

Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing
Brynhildur Glúmsdóttir, dóttir Sigríðar Á. Andersen, sótti landsþing Miðflokksins sem blaðamaður Morgunblaðsins. Hún tók meðal annars viðtöl við samstarfsfólk móður sinnar í þingflokknum.

Bað ráðherra að taka afstöðu til ummæla Gísla Marteins
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðu á Alþingi um „niðurskurðarhugmynd“ vegna ummæla Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda hjá RÚV, og bað ráðherra að taka afstöðu til þeirra.

Netanjahú fyrir dómi vegna spillingar
Forsætisráðherrann er sakaður um að hafa þegið lúxusvörur frá milljarðamæringum og reynt að hafa áhrif á fjölmiðla. Bandaríkjaforseti vill að hann verði náðaður.

Hamas fer hamförum á frelsuðu svæðunum
Átta menn teknir af lífi á götum Gaza á meðan Hamas-samtökin taka aftur völd á svæðinu eftir vopnahlé.

Hver er sannleikurinn um innflytjendur og flóttamenn?
„Öflugt velferðarkerfi og opin eða lek landamæri eru ósamrýmanleg,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á landsfundi sem fram fór um helgina. Innflytjendum hefur fjölgað ört en umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað verulega síðan 2022.

Heimsótti Ísland og flutti hingað tveimur vikum síðar
Dana Polishchuk kom í heimsókn til Íslands síðasta sumar og tók í kjölfarið skyndiákvörðun um að kveðja stríðshrjáða Úkraínu og setjast að í Reykjavík. Hún nýtur þess að hér sé rólegt og finnst ekki eins erfitt að læra íslensku eins og oft er talað um.

Telur dóm Hæstaréttar hafa áhrif á 70 þúsund lánasamninga
Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir niðurstöðu Hæstaréttar geta haft áhrif á 70 þúsund lánasamninga sem eru samanlagt að verðmæti um 2,5 billjónir króna.

Sigmundur vill Trump til Íslands - Kristrún segir Bandaríkin „velkomin með“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þrýsti á að Donald Trump yrði boðið til Íslands og honum veitt verðlaun. Hann sakaði Kristrúnu Frostadóttur um að vera aftengd raunveruleikanum. Kristrún hefur beðið um fund með Trump.

Lítill munur á fjölda sjálfsvíga frá fyrri tímabilum
Embætti Landlæknis hefur tekið saman upplýsingar um fjölda sjálfsvíga í fyrra og tölfræði um síðustu tuttugu ár.

Hvaða skilmálar voru ógiltir í vaxtamálinu?
Hæstiréttur ógilti í dag skilmála Íslandsbanka í samningi við lántaka bankans. Um er að ræða málslið í samningnum sem fjallar um hvað bankinn má miða við þegar ákvörðun er tekin um breytingar á vöxtum.

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta
Íslandsbanki má ekki miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag og ógilti hluta skilmálanna.