Á janúarkvöldi var bankað upp á hjá Rannveigu Vigfúsdóttur, móður Ingumaríu Eyjólfsdóttur, þar sem hún sat heima í rólegheitunum að horfa á sjónvarpið. „Ég opna dyrnar og þar stendur maður sem kynnir sig með nafni, segist vera lögreglumaður og vilji tala við mig. Hann var mjög nærgætinn þegar hann sagði mér að dóttir mín hefði lent í alvarlegu slysi í Kaupmannahöfn. Hann hafði verið sendur til mín af Interpol. Ég hvorki öskraði né grét, eins og þú sérð í bíómyndunum. Það var frekar eins og ég færi á sjálfsstýringu. Ég bað lögreglumanninn um að vera hjá mér þar til tengdaforeldrar mínir væru komnir, sem hann gerði. Bróðir minn kom ásamt mágkonu sinni sem pakkaði niður í tösku fyrir mig. Ég vildi komast strax út til dóttur minnar, það var það eina sem komst að.“
14.janúar 2019
Þegar Ingamaría Eyjólfsdóttir festi kirfilega á sig reiðhjólahjálminn og gerði sig ferðabúna til að …
Athugasemdir