„Á Íslandi er um það bil 13 prósent íbúa með erlent ríkisfang, en það sama á við um og yfir 20% þolenda og gerenda í heimilisofbeldismálum sem koma inn á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það geta verið margar ástæður fyrir því. Það getur til dæmis verið skortur á baklandi og svo getur verið mikið álag að flytja á milli landa. Við þekkjum ekki nákvæmlega ástæðurnar en þetta segir okkur að þetta sé hópur sem við þurfum sérstaklega að passa upp á,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún bætir því við að á vettvangi lögreglunnar eigi sér nú nokkur umræða stað, um stöðu kvenna af erlendum uppruna. „Í óformlegum samtölum höfum við verið að ræða hvort hægt sé að beina fókusnum betur að konum af erlendum uppruna, til að styrkja stöðu þeirra. Þegar við skoðum hversu hátt hlutfall bæði þolenda og gerenda af erlendum uppruna er, sjáum við að …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Þú getur selt sömu manneskjuna mörgum sinnum
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, bendir á að hlutfall bæði þolenda og gerenda í heimilisofbeldismálum sé hærra meðal fólks af erlendum uppruna en hjá öðrum. Sú staðreynd gefi fullt tilefni til þess að gefa hópnum betri gaum.
Athugasemdir