Árið 2012 kynntist Kemala, sem kemur frá landi í Suðaustur-Asíu, íslenskum ríkisborgara á stefnumótasíðu. Þau byrjuðu fljótt að tala saman daglega og eftir nokkurra mánaða samband ákvað hún að taka boði hans, flytja til Íslands til að vera með honum. Hún kom því til Íslands og skömmu síðar giftu þau sig. Brúðkaupið fór fram fyrr en Kemala hefði óskað sér, en nauðsynlegt því öðruvísi gat hún ekki dvalið lengur hjá honum. „Hann var góður og heillandi fyrst um sinn og allt var fínt. Frá upphafi talaði hann mikið um að hann langaði til að gera mig ófríska. En um leið og það gerðist sýndi hann mér sitt rétta andlit. Þá byrjaði hann að vera andstyggilegur við mig. Hann byrjaði samt ekki að berja mig fyrr en eftir að barnið fæddist. Ég var svo vitlaus. Þannig líður mér núna. Af hverju giftist ég þessum manni? Af hverju varð ég ólétt eftir …
Eftir aðeins nokkurra mánaða samband við góðan og heillandi mann á spjallsíðu á netinu ákvað Kemala að freista gæfunnar, yfirgefa heimkynni sín og fljúga á vit ævintýranna á Íslandi. Hún giftist manninum og allt var gott fyrst um sinn, þar til hún varð ófrísk og hann sýndi sitt rétta andlit. Við tóku nokkur ár af andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Athugasemdir