Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Galdrarnir á Ströndum

Norð­ur í Ár­nes­hreppi á Strönd­um, þar sem bar­ist er fyr­ir nátt­úru og bú­setu, býr venju­legt fólk, af­kom­end­ur galdra­manna, bænda, sjó­sækjara og Stranda­mann­anna sterku. Harð­dug­legt fólk sem vill hvergi ann­ars stað­ar búa, und­ir mik­il­feng­leg­um fjöll­un­um við öld­ur út­hafs­ins.

Sólin brosir sínu breiðasta í Reykjavík þennan sunnudagsmorgun er lagt er af stað áleiðis norður á Strandir. Hún skín skært alla leiðina þar til ekið er inn á þrönga malarvegi sem liggja í fjallshlíðum meðfram sjónum á Ströndum. Þá er eins og maður keyri inn í annan heim og þokan umvefur allt, fjöllin sjóinn, hlíðarnar.

Kannski dulúðin sem fylgir þokunni hafi eitthvað með galdramennina á Ströndum að gera. Heimamenn kunna sögur af galdramönnunum á Ströndum frá fyrri tímum, en hafa þó sjálfir ekki orðið varir við neitt yfirnáttúrulegt.  Þó er orkan kyngimögnuð, fjöllin og hafið sem hafa vakað yfir staðnum frá því land byggðist þar. Það eru stórkostleg forréttindi að búa á svona stað, í burtu frá hraða borgarinnar, umvafinn  mikilfengleika hvert sem maður lítur.

Árneshreppur hefur verið í umræðunni upp á síðkastið vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Hvalá. Fátt fólk er eftir á staðnum og aðeins um 15–20 manns með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár