Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið mun flóknara“

Jón Hjört­ur Sig­urð­ar­son ónáð­aði fyrr­um sam­býl­is­konu sína um ára­bil og stóð á gægj­um við heim­ili henn­ar. Lög­regla hafði margsinn­is af­skipti af hon­um og loks var hann úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann. „Við átt­um storma­samt sam­band,“ seg­ir Jón.

Jón Hjörtur Sigurðarson hefur höfðað meiðyrðamál gegn barnsmóður sinni eftir að hún sagði hann ofbeldismann og eltihrelli. Krefst hann miskabóta upp á 800 þúsund krónur. „Ég skal alveg staðfesta að ég er í meiðyrðamáli en ég ætla ekki að draga atriðin fram í fjölmiðlum,“ segir Jón í samtali við Stundina. „Um er að ræða persónuleg málefni okkar á milli sem koma fjölmiðlum ekkert við.“

Jón hefur skrifað fjölda greina um forsjárdeilur og umgengnismál í fjölmiðla og vikið þar lauslega að eigin umgengnisdeilu. Þá hefur móðir Jóns, Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari, fjallað með opinskáum hætti um mál sonar síns og barna hans víða á vefnum og farið hörðum orðum um barnsmóður hans.

Jón Hjörtur telur meiðyrðamálið sem hann hefur höfðað gegn henni ekki eiga erindi við almenning og segist ekki vilja að persónuleg málefni barnsmóður hans séu dregin í fjölmiðla. „Málið er mun flóknara, en það er erfitt að ræða það án þess.“

Var handjárnaður og settur í nálgunarbann

Jón Hjörtur var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni þann 15. júní 2012 eftir að hafa ítrekað verið staðinn að því að ónáða hana fyrir utan heimili hennar á þriggja ára tímabili. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að lögreglumenn hafi eitt sinn handjárnað Jón Hjört eftir að hann hafði farið inn til konunnar í óleyfi. Stundin hefur undir höndum myndir sem náðust af manninum við húsið á þessu tímabili. 

Meðan Jón Hjörtur og konan bjuggu saman bárust tilkynningar um meint ofbeldi, meðal annars frá heilsugæslustöð og félagsþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hafði lögregla afskipti af Jóni í nóvember 2009 eftir að hann hafði klifrað upp á svalir hjá konunni og sagðist vilja ræða við hana um sambandsslit þeirra. Í desemberbyrjun sama ár var Jón svo handtekinn eftir að lögreglu bárust upplýsingar um meintar barsmíðar. Konan – sem á þeim tíma var ólétt – vildi ekki kæra og lögregla hætti rannsókn málsins samdægurs. 

Við heimili barnsmóður sinnarJón Hjörtur hefur meðal annars stefnt barnsmóður sinni fyrir að gefa í skyn að hann væri eltihrellir.

„Ég skal alveg staðfesta við þig að við áttum stormasamt samband. En það er alveg sama hvernig á það er horft, við gætum bæði lagt fram gögn sem sýna slíkt,“ segir Jón Hjörtur. „Ég get alveg eins sýnt þér gögn á móti um hana en það er ekki leikurinn sem ég ætla að fara í.“

„Ég skal alveg staðfesta við þig að við áttum stormasamt samband“

Aftur var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna mannsins í febrúar og júní 2010. Í októberbyrjun 2010 barst svo lögreglu tilkynning um meint heimilisofbeldi og var Jóni gert að yfirgefa heimili konunnar. Sama kvöld þurfti lögregla aftur að mæta þangað eftir að Jón Hjörtur var sagður hafa í hótunum við íbúa.

Vísað brott og skammaður af lögreglu

Jón Hjörtur hélt uppteknum hætti árið 2011. Aðfaranótt 10. september var tilkynnt um að hann stæði fyrir utan heimili barnsmóður sinnar og væri með ónæði, en hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang. Morguninn eftir var hins vegar tilkynnt um innbrot. Þegar lögreglan mætti hafði konan forðað sér en Jón Hjörtur var á staðnum og viðurkenndi að hafa farið inn í óleyfi til að sýna henni bréf sem hann hefði skrifað henni. Lögregla vísaði honum burt. 

Í apríl 2012 hafði lögregla enn og aftur afskipti af Jóni heima hjá konunni. Hann var færður í járn, yfirheyrður og meint líkamsárás tilkynnt til barnaverndarnefndar. Síðar í sama mánuði var tilkynnt um að hann hefði enn einu sinni reynt að komast inn í íbúðina, nú með því að eiga við glugga, en hann var farinn þegar lögregla mætti á svæðið. Í maí kom svo lögregla að Jóni fyrir utan húsið og fékk hann skömm í hattinn.

Barnsmóðirin dæmd fyrir árás

Þann 12. júní 2012 var Jóni Hirti gert að sæta nálgunarbanni í 6 mánuði. Áður hafði konan farið fram á nálgunarbann en dregið beiðnina til baka. Nú var Jóni Hirti bannað að koma á eða í námunda við heimili barnsmóður sinnar eða veita henni eftirför. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðunina þann 15. júní, en í úrskurðinum er greint frá fjölda atvika þar sem lögregla hafði afskipti af manninum. „Þetta er tímabil þar sem hvorugt okkar getur sagt að þær ákvarðanir sem við tókum hafi verið skynsamlegar,“ segir Jón.

Nokkrum mánuðum eftir að nálgunarbannið féll úr gildi, þann 1. október 2013, kom til átaka milli Jóns Hjartar og barnsmóður hans eftir að hann hafði tekið barn þeirra með sér heim af leikskóla í óþökk móðurinnar, forsjárforeldris, og hún kallað eftir aðstoð lögreglu. Á þessum tíma hafði meint harðræði hans gagnvart barni verið til skoðunar hjá barnaverndarnefnd en málið var fellt niður. Barnsmóðir Jóns var dæmd fyrir að ráðast bæði á hann og systur hans en samkvæmt læknisvottorðum voru þau með áverka eftir að hafa verið slegin og klóruð.

Í mars 2018 var Jón Hjörtur svo ákærður fyrir að hafa veist að konunni með ofbeldi árið 2016. Samkvæmt áverkavottorði læknis hafði konan tognað á hálsi og fengið mar og bólgu við vinstra auga. Ekki þótti sannað að Jón Hjörtur hefði veitt henni áverkana og var hann sýknaður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár