Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Öryggið verður ekki metið til fjár

Hjón­in Marí­ana og Jesús fluttu til Ís­lands frá Mexí­kó í leit að ör­yggi og bjartri fram­tíð fyr­ir sam­kyn­hneigð­an ung­lings­son sinn og tvær dæt­ur. Þau koll­vörp­uðu lífi sínu, lifa við tals­vert þrengri kost en áð­ur en hafa fund­ið sinn stað í til­ver­unni hér á landi.

Öryggið verður ekki metið til fjár
Alsæl með gjörbreytt líf Emilio, Maríanna, Jesús, Sara og Dóra eru öll sammála um að þau hafi tekið rétta ákvörðun þegar þau ákváðu að flytja frá Mexíkó til Íslands. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aðeins fáeinum dögum eftir að hin mexíkósk-íslenska Maríana Sveinsdóttir, eiginmaður hennar, Jesús Zarate, og börnin þeirra þrjú höfðu tekið undir sig stökk og flutt alla leið frá Mexíkó til Íslands, lýsti sonur þeirra, Emilio, því yfir á samfélagsmiðlum að hann hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Að hann skyldi hafa hugrekki til að opna sig á þann hátt sannfærði hjónin um að þau hefðu breytt rétt þegar þau tóku ákvörðun um að kollvarpa lífi þeirra allra, svo sonur þeirra fengi að lifa óáreittur. Skömmu síðar tók fjölskyldan öll formlega þátt í gleðigöngunni á Íslandi til að styðja við Emilio og lýsa því sem stórkostlegri stund.

Í gleðigöngunniFjölskyldan tók þátt í gleðigöngunni skömmu eftir komuna til Íslands. Það kom þeim á óvart að hún snerist raunverulega um gleði og fögnuð hér, en ekki átök eins og á þeirra heimaslóðum.

„Gleðilgangan á Íslandi er risastór hamingjuveisla. Okkur fannst ótrúlegt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár