Tatjana Latinovic er fyrsti formaðurinn af erlendum uppruna í 112 ára sögu Kvenréttindafélags Íslands. Þó að hún sé nýtekin við formennsku er hún langt frá því að vera að stíga sín fyrstu skref í baráttunni fyrir bættum mannréttindum, sem hún hefur sinnt drjúgan hluta lífs síns en markvisst frá því árið 2003, þegar hún var á meðal stofnenda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Frá árinu 2016 hefur hún verið varaformaður í stjórn Kvenréttindafélagsins. Tatjönu þykir það rökrétt framhald að hún, með sína reynslu, skuli vera sest í formannsstól Kvenréttindafélagsins. Þá þykir henni vænt um að vera fyrsta konan af erlendum uppruna til að verma hann. „Þegar við ákváðum að stofna Samtök kvenna af erlendum uppruna þótti okkur rétt að hafa sérsamtök fyrir okkur, til að gefa erlendum konum enn meiri rödd, þrátt fyrir að kvennahreyfingin hafi tekið okkur opnum örmum. Eftir að hafa starfað á þeim vettvangi fannst …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur
Nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands, Tatjana Latinovic, er með fleiri járn í eldinum en velflestir aðrir. Auk þess að stýra hinu rótgróna félagi sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og fleiri kjarnakonur stofnuðu fyrir 112 árum er Tatiana yfirmaður hugverkasviðs Össurar, situr í Innflytjendaráði og hvílir hugann með því að þýða íslenskar bókmennir yfir á serbnesku og króatísku.

Athugasemdir