Ævintýraþráin hefur náð að lokka Kristínu Báru þvert yfir lönd og höf, alla leið að ströndum Kambódíu, landsins sem hefur heltekið hjarta hennar, kúvent lífssýninni og gert tilveru hennar ríkari á svo marga vegu. Hún féll kylliflöt fyrir landinu, að sögn var það ást við fyrstu sýn. Það var ekki aftur snúið og ákvað Kristín ásamt manni sínum, Adrian Cowen, að stíga út fyrir þægindarammann og byggja sér hús þar ytra. Þau óraði ekki fyrir því þegar þau tóku fyrstu skóflustunguna að nokkrum árum síðar myndu þau verja drjúgum hluta ársins á frumstæðan hátt án nokkurs rafmagns. Þar rekur hún bakarí og gefur börnum sem búa við sárafátækt smákökur. „Það getur vissulega tekið á að horfa upp á neyðina en við reynum að gera það sem í okkar valdi býr til þess að gera eitthvað gott í …
Kristín Bára Haraldsdóttir býr í Kambódíu þar sem hún kennir konum listina að baka og færir börnum sem búa við sárafátækt smákökur.
Athugasemdir