Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór hluti jöklanna hverfur og sjávarborð rís

Stærstu jökl­ar lands­ins minnka um allt að þriðj­ung til árs­ins 2050 vegna hlýn­un­ar lofts­lags­ins. Snæ­fells­jök­ull hverf­ur. Af­leið­ing­arn­ar eru hækk­un sjáv­ar­stöðu sem set­ur hí­býli hundraða millj­óna manns um all­an heim í hættu. Lands­lag hef­ur þeg­ar breyst mik­ið vegna þró­un­ar­inn­ar og jökl­ar hop­að. „Það er eig­in­lega ekki hægt að lýsa því nema mað­ur sjái það,“ seg­ir bóndi í Ör­æf­um.

Stór hluti jöklanna hverfur og sjávarborð rís
Morsárjökull Morsárjökull hefur hopað verulega frá lokum 19. aldar. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Vegna hækkandi hitastigs á Íslandi mun Langjökull hafa minnkað um meira en þriðjung árið 2050, samkvæmt spám. Hofsjökull mun minnka um 25 prósent og suðurhluti Vatnajökuls sömuleiðis. Snæfellsjökull verður líklega horfinn að mestu. Sjávarstaða Íslands mun einnig hækka um allt að 15 til 20 sentimetra að meðaltali.

Þetta eru niðurstöður sviðsmyndakeyrslu líkana sem birtar voru í nýjustu skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Miðað er við breytingar jökla frá árinu 1990, en ef litið er alla leið til loka 21. aldarinnar er því spáð að Langjökull muni tapa 85 prósent af rúmmáli sínu, en Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls 60 prósent. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur Snæfellsjökull þynnst mikið nú þegar. Flatarmál hans hefur minnkað um rúmlega helming síðustu öld og að líkindum verður hann horfinn að mestu árið 2050.

„Jöklarnir hafa á síðustu áratugum verið að þynnast um hátt í metra á ári að meðaltali,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár