Á sýningunni Porcelain Souls sem nú stendur yfir í Norræna húsinu deilir grænlenski listamaðurinn og ljósmyndarinn Inuuteq Storch myndum og bréfasamskiptum fjölskyldu sinnar frá árunum 1960–1980. „Þegar ég byrjaði að grúska í myndum og bréfum foreldra minna sá ég fyrir mér að gera eina bók. En eftir því sem ég kafaði dýpra áttaði ég mig á hversu mikið efni ég var með í höndunum, svo það stefnir í að þetta verði á endanum nokkrar bækur,“ segir Inuuteq Storch.

Hann svarar í símann í heimabæ sínum í Sisimiut á Grænlandi. Þar er hann alla jafna með annan fótinn en með hinn í Kaupmannahöfn. Þegar hann er ekki á öðru hvoru heimila sinna ferðast hann með verk sín um heiminn en þau hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Kólumbíu, Grænlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Bókin Porcelain Souls er sú fyrsta …
Athugasemdir