Eignarhaldsfélag útgerðarinnar Samherja virðist hafa selt Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg og fjárfesti, hlutabréf í útgáfufélagi Morgunblaðsins með láni upp á 225 milljónir króna árið 2017. Kaupverð eignarhlutarins, sem ekki var greitt við sölu hlutabréfanna, nam 225 milljónum króna og lánaði eignarhaldsfélag Samherja sömu upphæð til ótilgreinds aðila þetta sama ár þegar það seldi hlutabréfin sín.
Eignarhaldsfélag Samherja, Kattarnef ehf., var stofnað utan um fjárfestingu útgerðarinnar í Morgunblaðinu og er það fjármagnað með láni frá tengdum aðila upp á 264 milljónir króna, líklega móðurfélagi þess, Kaldbaki ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir árið 2017 en reikningurinn er, af einhverjum ástæðum, óendurskoðaður. Í ársreikningnum stendur að „söluverð eignarhluta í öðrum félögum“ hafi numið 225 milljónum króna og að „vaxtaberandi kröfur“ hafi numið sömu upphæð, 225 milljónum. Eini tilgangur Kattarnefs og einu eignir félagsins voru hlutabréfin í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór Arnalds hefur ekki gefið Stundinni færi á viðtali …
Athugasemdir