„Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag, en ég ferðast ekki með flugvélum og gat því ekki komið.“ Svona hófst ávarp Gretu Thunberg sem sýnt var á stórum skjá á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl í Hörpu í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Greta, sem er sextán ára og býr í Svíþjóð, er orðin vel þekkt víða um heim fyrir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Síðustu mánuði hefur einnig vakið athygli að hún vill ekki ferðast með flugvélum vegna mikillar mengunar sem slíkur ferðamáti veldur. Óvíst er hvort þessi ákvörðun Gretu muni hafa áhrif á annað ungt fólk sem fylgir henni að máli en staðreyndin er þó sú að síðastliðið ár fækkaði flugfarþegum lítillega í Svíþjóð, heimalandi Gretu, í fyrsta sinn í áratugi. Á svipuðum tíma varð orðið „flugskömm“ til og fór að birtast í fréttum og á samfélagsmiðlum.
„Mér þykir leitt að geta ekki verið …
Athugasemdir