Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest

Orð­ið flugskömm heyr­ist æ oft­ar og bend­ir til þess að fleiri geri sér nú grein fyr­ir því hve mik­illi meng­un það veld­ur að ferð­ast með flugi. Flugskömm­in virð­ist enn ekki hrjá ungt fólk í vest­ur­bæn­um og í mið­bæ Reykja­vík­ur, sem flýg­ur mun oft­ar til út­landa en jafn­aldr­ar þeirra í öðr­um hverf­um.

Ungt fólk í vesturbæ og miðbæ mengar mest
Áróra og Michal Um þessar mundir vinnur vísindafólk við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands að viðamikilli rannsókn á neyslutengdri losun höfuðborgarbúa á gróðurhúsalofttegundum, svokölluðu kolefnisspori. Áróra Árnadóttir og Michal Czepkiewicz eru á meðal rannsakenda.

„Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag, en ég ferðast ekki með flugvélum og gat því ekki komið.“ Svona hófst ávarp Gretu Thunberg sem sýnt var á stórum skjá á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl í Hörpu í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Greta, sem er sextán ára og býr í Svíþjóð, er orðin vel þekkt víða um heim fyrir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Síðustu mánuði hefur einnig vakið athygli að hún vill ekki ferðast með flugvélum vegna mikillar mengunar sem slíkur ferðamáti veldur. Óvíst er hvort þessi ákvörðun Gretu muni hafa áhrif á annað ungt fólk sem fylgir henni að máli en staðreyndin er þó sú að síðastliðið ár fækkaði flugfarþegum lítillega í Svíþjóð, heimalandi Gretu, í fyrsta sinn í áratugi. Á svipuðum tíma varð orðið „flugskömm“ til og fór að birtast í fréttum og á samfélagsmiðlum.

„Mér þykir leitt að geta ekki verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár