Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn hælisleitenda utanveltu í íslensku skólakerfi

Paul Ramses Odour seg­ir að sér­stök deild fyr­ir börn hæl­is­leit­enda, flótta­manna og inn­flytj­enda gæti ver­ið til bóta fyr­ir börn í þess­ari við­kvæmu stöðu, enda hafi hann þá reynslu að börn­in verði ut­an­veltu í ís­lensku skóla­kerfi og standi ekki jafn­fæt­is ís­lensk­um sam­nem­end­um sín­um. Sér­fræð­ing­ar telja þetta þó brot á lög­um um skóla án að­grein­ing­ar. Það ætti frek­ar að styrkja skól­ana til að taka bet­ur á móti börn­um í þess­ari stöðu.

Nú á dögunum birtust fréttir þess efnis að stofna ætti nýja stoðdeild við Vogaskóla í Reykjavík, fyrir börn hælisleitenda, flóttafólks og í einhverjum tilvikum innflytjenda. Deildin á að vera tímabundin lausn að hámarki níu mánaða og á að sinna móttöku og aðlögun barna í þessari stöðu ásamt því að veita sérstakan stuðning. Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, sagði í samtali við fréttastofu RÚV á dögunum að hún telji stofnun deildarinnar brjóta í bága við lög um grunnskóla og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Lögin segja til um að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar.“

Paul Ramses Odour, sem var veitt hæli á Íslandi 2010 og á nú börn í íslenska skólakerfinu, segir þó að slík sérdeild gæti verið til bóta fyrir börn í þessari stöðu. Það byggir hann á reynslu sinni af íslenska skólakerfinu. 

Streitan bitnar á barninu

Paul býr ásamt konu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár