Eftir að Bryndís Alexandersdóttir skildi fyrir fjórum árum tók hún meðvitaða ákvörðun um að byrja að ferðast meira og á nýjan hátt. Ekki svo að skilja að hún væri ekki vön að ferðast, hún hafði þvert á móti gert talsvert mikið af því. „Mig hefur alla tíð þyrst í að skoða nýja staði. Mín leið til að hvíla mig hefur lengi verið að ferðast, borða góðan mat og skoða mannlífið,“ segir hún.
Það nýja í stöðunni var hins vegar að nú ætlaði hún að ferðast ein og læra að njóta þess. Hún hvorki átti kærasta né hafði áhuga á að eignast einn slíkan og allar vinkonur hennar voru of uppteknar í eigin lífi til að hægt væri að treysta á þær sem reglulega samferðalanga. Ef Bryndísi átti að endast ævin til að sjá alla þá staði sem hana langaði til, þá var langbest hún færi ein með sjálfri sér. „Það …
Athugasemdir