Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eflist við hvert einasta ferðalag

Helstu auka­verk­an­ir þess að ferð­ast ein eru meira sjálfs­traust, sjálfs­ör­yggi og auk­in ákveðni í dag­legu lífi. Þetta seg­ir ferða­lang­ur­inn Bryn­dís Al­ex­and­ers­dótt­ir. Hún seg­ir fátt jafn­ast á við að kom­ast yf­ir hindr­an­ir án þess að treysta á ein­hvern ann­an en sjálf­an sig. Hér gef­ur Bryn­dís les­end­um sem hafa hug á að ferð­ast ein­ir tíu ráð.

Eflist við hvert einasta ferðalag
Nýtur einverunnar Bryndísi þótti dálítið erfitt að vera ein í fyrstu sóló utanlandsferðinni sinni. Hún lærði hins vegar fljótt að njóta einverunnar og lærir eitthvað nýtt um sjálfa sig og heiminn í hverju ferðalagi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eftir að Bryndís Alexandersdóttir skildi fyrir fjórum árum tók hún meðvitaða ákvörðun um að byrja að ferðast meira og á nýjan hátt. Ekki svo að skilja að hún væri ekki vön að ferðast, hún hafði þvert á móti gert talsvert mikið af því. „Mig hefur alla tíð þyrst í að skoða nýja staði. Mín leið til að hvíla mig hefur lengi verið að ferðast, borða góðan mat og skoða mannlífið,“ segir hún.

Það nýja í stöðunni var hins vegar að nú ætlaði hún að ferðast ein og læra að njóta þess. Hún hvorki átti kærasta né hafði áhuga á að eignast einn slíkan og allar vinkonur hennar voru of uppteknar í eigin lífi til að hægt væri að treysta á þær sem reglulega samferðalanga. Ef Bryndísi átti að endast ævin til að sjá alla þá staði sem hana langaði til, þá var langbest hún færi ein með sjálfri sér. „Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár