„Það er svolítið merkilegt þegar ég horfi til baka að sem barn óttaðist ég ekki myrkrið, það hræddi mig ekki. Þótt skuggsýnt væri, hvort heldur innan húss sem utan, þá óttaðist ég ekki að horfast í augu við það sem ég hræddist, sem gat verið skuggaverk á bak við dyragætt eða eitthvað sem barnshjartað mitt mögulega hræddist út undan mér í myrkrinu. Ætli þessi eiginleiki hafi ekki fylgt mér fram á fullorðinsárin, því þessir þættir speglast í lífshlaupinu mínu, enda hef ég ekki óttast hið óþekkta þrátt fyrir mótvind og fyrirstöður. Lífið mitt hefur sjaldan verið hefðbundið, en það væri líka leiðinlegt þannig,“ segir Guðrún með kímnisblik í augum.
Að upprunanum
„Þegar ég leiði hugann til frumbernsku minnar þá kviknar ljós af fyrstu minningunni minni. Hún er sambland af þremur þáttum, tilfinningagreind, sjón og heyrn. Ég man eftir mér standandi úti á grasblett innst í Fljótshlíðinni, þaðan sem ég sleit …
Athugasemdir