Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aldrei of seint að láta draumana rætast

Guð­rún Ís­leifs­dótt­ir lagði allt í söl­urn­ar er hún lét gaml­an draum ræt­ast þeg­ar hún lauk stúd­ents­prófi átta­tíu og eins árs göm­ul að aldri. En hún hætti ekki þar, því nú á tí­ræðis­aldri hafa kom­ið út eft­ir hana tvær bæk­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að vera fylg­in sjálfri sér og finna draum­um sín­um far­veg á öll­um þeim lífs­ins ár­um sem okk­ur eru gef­in.

„Það er svolítið merkilegt þegar ég horfi til baka að sem barn óttaðist ég ekki myrkrið, það hræddi mig ekki. Þótt skuggsýnt væri, hvort heldur innan húss sem utan, þá óttaðist ég ekki að horfast í augu við það sem ég hræddist, sem gat verið skuggaverk á bak við dyragætt eða eitthvað sem barnshjartað mitt mögulega hræddist út undan mér í myrkrinu. Ætli þessi eiginleiki hafi ekki fylgt mér fram á fullorðinsárin, því þessir þættir speglast í lífshlaupinu mínu, enda hef ég ekki óttast hið óþekkta þrátt fyrir mótvind og fyrirstöður. Lífið mitt hefur sjaldan verið hefðbundið, en það væri líka leiðinlegt þannig,“ segir Guðrún með kímnisblik í augum.

Að upprunanum

„Þegar ég leiði hugann til frumbernsku minnar þá kviknar ljós af fyrstu minningunni minni. Hún er sambland af þremur þáttum, tilfinningagreind, sjón og heyrn. Ég man eftir mér standandi úti á grasblett innst í Fljótshlíðinni, þaðan sem ég sleit …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár