Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eiginkona Sigurðar eignast aftur einbýlishúsið sem færðist til systur hans eftir gjaldþrotið

Eign­ar­hluti í ein­býl­is­húsi á Seltjarn­ar­nesi var eina eign­in sem fannst í þrota­búi Sig­urð­ar Ein­ars­son­ar. Fyr­ir gjald­þrot sitt reyndi Sig­urð­ur að selja syst­ur sinni hús­ið en var gerð­ur aft­ur­reka með söl­una. Nú hef­ur kona Sig­urð­ar eign­ast hús­ið aft­ur til fulls.

Eiginkona Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, hefur eignast aftur að fullu einbýlishús á Seltjarnarnesi sem systir Sigurðar keypti af þrotabúi hans árið 2015. Kaupverð hússins var 95 milljónir króna og virðist það hafa verið greitt út í hönd, að minnsta kosti eru engin veðbönd sem hvíla á húsinu í dag. Þetta kemur fram í þinglýstu afsali frá því í október 2018. 

Sigurður varð gjaldþrota árið 2015 og seldi þrotabú hans, sem Helgi Jóhannesson lögmaður stýrði, 50 prósenta hlut í húsinu í október árið 2015 til systur Sigurðar á 37 milljónir króna. Arndís seldi líka sinn eignarhluta til systurinnar. Húsið er því aftur komið í hendur þeirra hjóna, Sigurðar og Arndísar.

Stundin fjallaði um viðskiptin með húsið árið 2015. Þar kom fram að viðskiptin með

húsið hefðu átt sér stað eftir að tilkynnt var um nauðungarsölu á húsinu vegna rúmlega 830 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu