Margrét Kristín Blöndal er aldrei kölluð annað en Magga Stína og Íslendingar þekkja hana vel flestir, þessa stelpulegu konu sem virðist alltaf brosandi, full af gleði, lífskrafti og skapandi, frjórri hugsun. Og víst er Magga Stína full af lífskrafti og gleði. En þrátt fyrir að hún birtist okkur brosandi og glöð í fjölmiðlum hefur Magga Stína þurft að takast á við erfiðleika í lífinu, reiði og uppreisn, ofbeldi, blankheit og basl.
Magga Stína á ýmiss konar reynslu að baki, meðal annars átti hún um tíma í sambandi við mann sem beitti óttastjórnun og ofbeldi í þeirra sambandi. Hún lýsir því sem svo að hún hafi flækst í net, brotist þar um, ekki verið með sjálfri sér. „Ég gekk í raun og veru einhvern veginn við hliðina á sjálfri mér á þessum tíma, eins og skugginn af sjálfri mér. Hress, brosandi, harðduglegur skuggi sem hafði að mörgu leyti misst sjónar á …
Athugasemdir