„Megum við Bríet fara út á bak við sundlaugina á snjóþotur?“ spyr Elísabet og mömmurnar, þær Tinna Ásgeirsdóttir og Líf Magneudóttir, svara báðar í kór: „Já, endilega.“ Stundum er engu líkara en að pörin í íbúðunum á 2. og 3. hæðinni á Hagamel 32 eigi börnin sjö öll saman. Börnin sjálf þekkja í það minnsta varla annan veruleika en að vera í nánu samneyti við hina fjölskylduna, enda hafa þær deilt stigagangi í sjö ár. Börnin flæða á milli hæða og minna um margt meira á systkini en nágranna.

Á annarri hæð hússins búa þau Tinna Ásgeirsdóttir og Eiríkur Þórleifsson með dætrum sínum, þeim Elísabetu Friðriku, Guðrúnu Jakobínu …
Athugasemdir