Að morgni 9. janúar síðastliðinn var ekið á stúlku sem var á leið yfir Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur, á leið sinni í Hagaskóla. Fyrstu fréttir af slysinu voru nokkuð óljósar, stúlkan var flutt á slysadeild með sjúkrabíl til skoðunar en það tekið fram að talið væri að hún væri ekki mikið slösuð. Í kjölfarið sköpuðust mjög harðar umræður hjá íbúum í Vesturbæ um umferðaröryggi við Hringbraut, sem meðal annars ollu því að tekin var upp gangbrautarvarsla á gönguljósunum sem stúlkan var á leið yfir.
En litlar fréttir bárust af líðan stúlkunnar sem keyrt var á og segja má að hún hafi kannski gleymst í kjölfarið. Sem betur fer slasaðist hún þó ekki alvarlega. Stúlkan sem um ræðir heitir Hanyie Maleki og hefur hún verið í kastljósi fjölmiðla áður. Hún kom til Íslands ásamt föður sínum, Abrahim Maleki, í desember 2016 eftir að hafa lagt að baki hættulega og erfiða ferð þar sem þau flúðu frá Íran og til Evrópu í gegnum Tyrkland.
Athugasemdir