Stjórnmálamenn og fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst við að mæra George Herbert Walker Bush eftir að hann féll frá á dögunum. Forsetinn fyrrverandi sat aðeins eitt kjörtímabil, frá 1989 til 1993, en það var á hans vakt sem austurblokkin hrundi endanlega og margir Þjóðverjar þakka honum hve greiðlega gekk að endursameina Þýskaland þrátt fyrir andstöðu Breta og Frakka við þau áform.
Það er þó fyrst og fremst í samhengi við núverandi forseta sem flestir sjá Bush í hillingum. Á milli línanna í minningargreinum má lesa harða gagnrýni á Donald Trump þar sem talað er um að Bush hafi verið hófsemdarmaður og sameiningartákn. Það séu eiginleikar sem margir sakni í dag.
Veikleikar forsetans
Á meðan hann var á lífi voru ummælin önnur. Fjölmiðlar voru mjög uppteknir af veikleikum forsetans; hann þótti koma illa fyrir og hafa ræfilslegan talanda. Þótti jafnvel pempraður yfirstéttarmaður úr tengslum við raunveruleikann.
Birtar voru greinar um Bush undir …
Athugasemdir