Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

„Það er ver­ið að svelta fólk þang­að til það tek­ur til­boði stjórn­valda,“ seg­ir formað­ur Ör­yrkja­banda­lags­ins. Hver rík­is­stjórn­in á fæt­ur ann­arri hef­ur frest­að því að fylgja eft­ir um­deild­um breyt­ing­um á kerf­inu og ör­yrkj­ar drag­ast aft­ur úr í lífs­kjör­um.

Í velferðarkafla sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram að breytingar á bótakerfinu muni fara fram í samráði við forsvarsmenn örorkulífeyrisþega til að einfalda kerfið og efla lífeyrisþega til samfélagsþátttöku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að raunin sé að það sé verið að reyna að neyða öryrkja og bandalagið til að samþykkja nýtt kerfi með því að halda aftur kjarabótum þeirra.

Tveir starfshópar vinna að endurbótum á almannatryggingakerfinu, annar faghópur úr velferðarráðuneytinu, og svo samráðshópur skipaður af stjórnmálamönnum og fulltrúum hagsmunafélaga sem hafa aðild að málinu. Eitt af verkefnum þessa starfshópa er að vinna að innleiðingu á starfsgetumati í stað örorkumats, en það felur í sér að örorkulífeyrisþegar eru metnir út frá hæfni sinni en ekki skerðingu. Búist er við tillögum starfshópanna á fyrri hluta næsta árs.

Hugmyndir um upptöku á starfsgetumati komu fyrst fram árið 2007 í skýrslu svokallaðrar Bollanefndar. Málið var á lygnum sjó í næstu tveimur ríkisstjórnum þangað til Eygló Harðardóttir varð félags- og húsnæðismálaráðherra og skipaði Pétursnefnd til að leggja fram tillögur til lagabreytinga. Reynt var án árangurs að ýta málinu í gegn fyrir stjórnarslit 2016 þrátt fyrir að það hafi ekki tekist að fullþróa tillögurnar.

Takmörkuð atvinnutækifæri fatlaðs fólks

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar setti málið í stjórnarsáttmála sinn, en Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagði í viðtali við Stundina að frumvarp um upptöku starfsgetumats yrði að liggja fyrir í síðasta lagi haustið 2018. Ekki varð úr því sökum stjórnarslita, en núverandi ríkisstjórn hefur unnið að upptöku matsins í gegnum áðurnefnda starfshópa.

Á málþingi Öryrkjabandalagsins í september síðastliðnum kynnti áðurnefndi samráðshópur hugmyndir sínar, en mikill munur var á framsögum nefndarmanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og talsmaður hans í hópnum, talaði um mikilvægi þess að nýja kerfið yrði einfaldara og skilvirkara og sagði að „lykillinn í því að gera kerfið mannsæmandi er að króna á móti krónu verði afnumið“, en þar vísaði hann í flókið kerfi um frítekjumörk öryrkja sem lækka bætur einstaklinga sem fá skattskyld laun eða bætur.

Lykilatriði að afnema krónu á móti krónuÁsmundur Friðriksson sagði á málþingi Öryrkjabandalagsins að það væri nauðsynlegt að afnema krónu á móti krónu skerðingu öryrkja til að gera kerfið mannsæmandi, en hefur ekki lagt fram frumvarp þess efnis.

„Um áramótin vil ég sjá stórt skref gerast,“ sagði Ásmundur. „Samhliða þess að við tökum starfsgetumatið þarf að vinna að aukinni atvinnuþátttöku þeirra sem eiga möguleika á því. [...] Þar verðum við að vinna saman og gefa atvinnulífinu tækifæri eða möguleika til að hafa vilja og áhuga á því að ráða þetta fólk í vinnu.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands og meðlimur í samráðshópnum, segir að þessari óskhyggju sem bandalagið deilir hafi ekki fylgt neinar aðgerðir stjórnvalda. „Fatlað fólk á ekki sömu möguleika á því að fá vinnu á almennum markaði og ófötluðu fólki,“ segir hún. „Jafnvel ef þú ert með rétta menntun og réttindi þá eru ekki til nein lög um viðeigandi aðlögun á vinnustað og atvinnulífið hefur ekki ennþá ávarpað eða horft á hvernig hægt væri að innleiða slíkt.“

Það getur kostað vinnustaði miklar fjárhæðir að bæta úr aðgengismálum sínum eða breyta vinnuferlum til að fólk sem fellur ekki í normið geti tekið þátt. „Við erum ekki búin að sjá hvernig atvinnulífið ætlar að bregðast við,“ segir Þuríður.

Brotið gegn stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að: „Fyrsta skref af hálfu stjórnvalda verður að skipuleggja framboð hlutastarfa hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu en á síðari stigum er mikilvægt að atvinnulífið taki virkan þátt í því verkefni.“ Þetta hljómar keimlíkt tillögum sem Ellen Calmon, þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins, lagði til við Stundina þegar blaðið fjallaði um starfsgetumatið fyrir ári.

Brýtur stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sinnarÁsmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir að ekki hafi enn hafist vinna við það sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kallar „fyrsta skref“ stjórnvalda í að breyta núverandi bótakerfi.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fékk fyrir stuttu fyrirspurn um hvernig miðaði að vinnu þessa fyrsta skrefs stjórnvalda, en svar hans var að hún væri ekki enn hafin. „Þegar niðurstöður um skipulag kerfisins liggja fyrir verður hafist handa við að skipuleggja hvernig framboð starfa hjá hinu opinbera, sem ætluð eru fólki með skerta starfsgetu, verður aukið“, svaraði hann skriflega.

Þuríður segir þetta til marks um öfuga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og dæmi um hvernig kjarabótum öryrkja er haldið frá þeim þangað til þeir samþykkja nýtt kerfi. „Við erum tilneydd til að fylgja þessu þrátt fyrir að við höfum bent á að það sé hægt að gera ýmsa bragarbót á kerfinu án þess að kollvarpa öllu. Ef króna á móti krónu skerðing er tekin út þá myndi það eitt og sér skapa mikinn hvata fyrir þá sem geta unnið til að vinna.“

„Ef króna á móti krónu skerðing er tekin út þá myndi það eitt og sér skapa mikinn hvata fyrir þá sem geta unnið til að vinna.“

Þuríður nefnir þróun atvinnuleysisbóta í ár sem annað dæmi um hvernig öryrkjar hafa verið skildir eftir. Í ár hækkuðu þær bæturnar úr 227.417 krónum í 270.000 á mánuði á meðan að örorkulífeyrinn hækkaði aðeins um 4,7 prósent. „Mér finnst ekki slæmt að atvinnuleysisbætur fari upp í 270.000 krónur, mér finnst það, ef eitthvað, of lágt, en örorkulífeyrir hefur sögulega alltaf verið aðeins hærri en bæturnar, en hann helst strípaður í 204.352 krónum eftir skatt. Það eru margir sem þurfa að lifa á honum.“

Andi laganna ekki virtur

Sú hækkun sem verður á örorkulífeyrinum 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi er mun lægri en lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Þau voru endurskoðuð 1997 og tekið fram í 69. grein að bætur skulu breytast árlega og: „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“. Ef rýnt er í umsagnir um lagafrumvarpið kemur fram að þessi tenging við vísitölu neysluverðs er aðeins til staðar til að vernda lífeyrisþega gegn því ef neysluverð hækkar meira en almenn laun.

Laun hækka hlutfallslega meira en lífeyriEf skoðaðar eru árlegar prósentuhækkanir meðallauna og örorkulífeyris sést að lífeyrinn hefur aðeins hækkað hlutfallslega meira en meðallaun fimm sinnum síðustu 20 ár: 1998, 2002, 2009, 2012, og 2017. Ef örorkulífeyri myndi haldast við launaþróun væri hann að minnsta kosti 51,7% hærri.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í ræðu 9. desember 1997 að tenging lífeyris við „almenna launataxta hafi ekki alltaf skilað bótaþegum sanngjarnri niðurstöðu í ljósi þeirra launahækkana sem orðið hafa á almennum vinnumarkaði“. En ef launaþróun og þróun örorkulífeyris er borin saman síðustu 20 ár sést bersýnilega að kjaragliðnun upp á 51,7 prósent hefur átt sér stað. Af þessum 20 árum hafa laun hækkað hlutfallslega meira á milli ára en örorkulífeyrir 15 sinnum.

Því er ekki hægt að segja að andi laganna frá 1997 hafi fylgt útfærslu þeirra.

Starfsgetumat hefur leitt til dauðsfalla

Þuríður nefnir að þótt ýmislegt gott sé að sjá í tillögum starfshópsins, að þá búi margir einstaklingar við núverandi kerfi og séu í mjög viðkvæmri stöðu; ekki þarf að raska miklu í lífi þeirra til að skapa hættuástand fyrir það og afkomendur þeirra. Reynsla nágrannalanda okkar af upptöku starfsgetumats hefur líka verið mjög neikvæð og á tímum hættuleg.

Hefur ekki séð neinar alvöru kjarabæturÞuríður Harpa segir að ÖBÍ sé af öllum vilja gert til að vinna með stjórnvöldum en að samráð um kjarabætur sé aðeins til að nafni til og að bandalaginu hafi ekki borist neinar raunverulegar tillögur um kjarabætur síðasta áratuginn.

Rannsóknir benda til þess að starfsgetumatið í Bretlandi og víðar hafi ekki leitt til þess markmiðs að koma bótaþegum í vinnu, heldur hafi þeir sem eru metnir hæfir til vinnu færst yfir á aðra bótaflokka eins og atvinnuleysisbætur eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sinna. Alls 2.380 manns létust á þriggja ára tímabili skömmu eftir að hafa verið metnir hæfir til vinnu í Bretlandi. Mannréttindastofa Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt þessa útfærslu á starfsgetumati fyrir að brjóta gegn mannréttindum fatlaðra.

Öryrkjabandalagið er ekki eitt í að leggjast gegn upptöku starfsgetumatsins, en með þeim í hópi eru stærstu stéttarfélög landsins, VR og Efling, auk Alþýðusambands Íslands

„Það er verið að svelta fólk“

„Stjórnvöld vilja hampa okkur sem mannréttindaþjóð og eru að reyna að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en hér er ekkert samráð,“ segir Þuríður. „Það er einfaldlega verið að taka skref til að fækka öryrkjum og neyða þá til að samþykkja nýtt kerfi. Það er verið að svelta fólk þangað til það tekur tilboði þeirra. Mér finnst þetta beinlínis vera ofbeldi, að vera beittur svona þrýstingi af stjórnvöldum og að það hafi ekki verið stigin nein alvöru skref til að bæta kjör þessa viðkvæma hóps síðasta áratug. Það er klárt að það á ekki að hækka grunnlífeyri eða minnka skerðingar fyrr en við sættum okkur við þetta kerfi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Þóra Dungal fallin frá
    5
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.