Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rífa og endurbyggja ríflega 200 ára gamalt hús

Unn­ið er að end­ur­bygg­ingu Hafn­ar­stræt­is 18 í Reykja­vík. Hús­ið var mjög illa far­ið en verð­ur til mik­ill­ar prýði þeg­ar end­ur­bót­um verð­ur lok­ið.

Unnið er að endurbótum á húsinu að Hafnarstræti 18 í Reykjavík þessa dagana. Húsið, sem að stofni til er frá árinu 1795 er meðal þekktari húsa borgarinnar. Þar var verslun frá upphafi enda stutt frá hafnarsvæði Reykjavíkur, svo sem nafn götunnar ber með sér. Húsið var hins vegar farið að láta verulega á sjá og eftir vel heppnaðar endurbætur annarra húsa í Hafnarstræti síðustu misseri má segja að Hafnarstræti 18 hafi verið orðið lýti á götumyndinni. Það mun nú breytast en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið haustið 2019.

Sökum aldurs er hluti hússins friðaður, það er neðri hæðin öll. Því taka framkvæmdirnar mark af því en þær eru unnar í samvinnu við Minjastofnun. Feðginin Páll Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, arkitektar hjá P ARK teiknistofu hafa hannað breytingarnar á húsnæðinu og segja í viðtali við Stundina að til hafi staðið að lyfta húsinu af grunninum á meðan að gerður yrði kjallari undir það. Þegar byrjað hafi verið að kanna málið hafi hins vegar komið í ljós að húsið var afar illa farið, meðal annars hafði efri hæðin brunnið á einhverjum tímapunkti. Húsið var svo illa farið að ekki var talið forsvaranlegt annað en að rífa það. Verður timbur og annað byggingarefni sem varðveislugildi hefur geymt og notað í nýbyggingu sem verður í sama stíl og húsið var í upp úr aldamótunum 1900. Eigandi hússins er Sjöstjarnan ehf, félag Skúla Gunnars Sigfússonar sem oftast er kenndur við Subway.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár