Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sveif um loftin blá í loftbelg

Skyndi­legt and­lát góðs vin­ar Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur minnti hana á að ein­mitt núna – ekki á morg­un – væri tími til að láta draum­ana ræt­ast. Tíu dög­um eft­ir að hún frétti af and­láti hans sveif hún í loft­belg yf­ir þorp­inu Kappa­dókíu í Tyrklandi og heiðr­aði þannig minn­ingu vin­ar síns.

Þ

egar Nanna Rögnvaldardóttir var sjö ára var henni gefin bók sem varð strax í miklu uppáhaldi og hún fletti oft og iðulega. Í henni var mynd af fyrsta loftbelgnum. Hún heillaðist af honum og lét sig dreyma um að svífa um loftin blá í einum slíkum. 

Ekki grunaði hana þá að hún ætti eftir að láta drauminn rætast nokkrum áratugum síðar. „Þetta var gamall draumur sem ég hafði í raunar aldrei búist við að ég myndi láta rætast. En svo urðu aðstæður til þess að ég tók skyndiákvörðun. Ég frétti andlát góðs vinar míns, hans Sigurðar Svavarssonar, sem bar óvænt að. Ég settist við tölvuna og ætlaði að fara að skrifa systur minni og segja henni frá þessu. Fyrsta setningin sem blasti við mér þar var: Lífið er núna. Þá fór ég að hugsa um allt þetta sem maður lætur ógert í lífinu og ákvað að gera eitthvað strax, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár