Istanbúl-samningurinn, sem Ísland hefur aðild að og er bindandi alþjóðasamningur um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, gerir ráð fyrir sérstöku lagaákvæði í almennum hegningarlögum um eltihrella. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem leiddi innleiðingu nýs verklags í heimilisofbeldismálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tekið var upp árið 2015, telur að slíkt ákvæði yrði mjög til bóta, þó að hér á landi hafi hins vegar verið dregið í efa að það sé nauðsynlegt. „Það kom nýtt ákvæði inn í almenn hegningarlög í apríl 2016 um heimilisofbeldi. En það ákvæði á bara við um tengda aðila og alvarleg eða síendurtekin tilvik,“ segir hún. Því sé full þörf á sérstöku lagaákvæði um eltihrella.
Núgildandi lög um nálgunarbann segir hún hins vegar góðra gjalda verð þó bæta megi túlkun þeirra. Þau lög hafa verið í gildi frá því í júní 2011 en …
Athugasemdir