Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Biðu í sjö ár eftir barni

Ef bók­in er að deyja hafa þau Þor­gerð­ur Agla Magnús­dótt­ir og Hall­grím­ur Helga­son ákveð­ið að berj­ast gegn því. Þau ræða hér um ástríð­una, líf­ið og óska­barn­ið sem þeim fædd­ist eft­ir sjö ára til­raun­ir og að minnsta kosti fimm gla­sa­frjóvg­an­ir.

Lítil þörf er fyrir gardínur í eldhús- og stofugluggum Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur og Hallgríms Helgasonar, því stærðarinnar chili- og paprikuplöntur byrgja forvitnum sýn, grípa birtuna sem streymir inn og nýta hana í að vaxa eins og illgresi, þrátt fyrir að vel sé komið fram í nóvember. Hallgrímur stendur við íslenska pönnukökupönnu og steikir ommelettur með chili og papriku ofan í fjórar konur, blaðamann Stundarinnar, Öglu sambýliskonu sína, Heiðu Helgadóttur ljósmyndara og síðast en ekki síst yngstu dóttur sína, Málfríði Jóhönnu Ögludóttur Hallgrímsdóttur. Sú ber stórt nafn tveggja langamma og beggja foreldra, enda er hún mikill karakter sem stelur þrumunni, með sitt rauðleita hár og fríða andlit. Á meðan eggjakökurnar malla nýtum við tímann í að dást að óskabarninu sem er rétt að verða eins árs, þótt hugmyndin um hana sé talsvert eldri. Það tók hana nefnilega heil sjö ár að koma í heiminn, eins og við komum að síðar. Málfríður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár