Nýverið var tré ársins valið af Skógræktarfélagi Íslands. Tréð er staðsett í Rangárþingi eystra, nánar tiltekið í Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem hjónin Margrét Bárðardóttir og Magnús V. Guðlaugsson hafa komið sér upp sælureit undir Eyjafjallajökli. Bústaðurinn er staðarprýði sem fellur vel inn í umhverfið og setur skemmtilegan svip á svæðið. Við bústaðinn stendur reisulegt tré, veglegur Vesturbæjarvíðir sem valinn var tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands. Hann mælist 11,1 metri á hæðina, 2,44 í ummál og krónu sem dekkar heila 255 metra. Tréð hefur lengi tilheyrt fjölskyldu Margrétar en faðir hennar og bróðir hans, þeir Bárður og Kjartan Guðmundssynir, gróðursettu tréð árið 1948 að Ytri Skógum. Viðurkenningin kom þeim hjónum Margréti og Magnúsi ánægjulega á óvart og finnst þeim tréð verðugt viðurkenningarinnar. „Þannig er það einnig með rætur okkar mannanna, ef þær eru sterkar er með öllu ástæðulaust fyrir okkur að óttast vindinn,“ segir Margrét.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
„Ef þú þarft að kyrra hugann, finndu tré“
„Þannig er það einnig með rætur okkar mannanna, ef þær eru sterkar er með öllu ástæðulaust fyrir okkur að óttast vindinn,“ segir Margrét Bárðardóttir, sem er ekki aðeins sérfræðingur í núvitund heldur á einnig tré ársins, sem staðsett er undir Eyjafjöllum þar sem þau hjónin hafa komið sér upp sælureit. Með núvitund lærir fólk að verða meðvitað um tilfinningar sínar, hugsanir og líkama.
Athugasemdir