Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja opna umræðuna um kynlíf manna með dýrum

Að mati Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins eru kyn­lífs­at­hafn­ir manna með dýr­um órétt­læt­an­leg­ar með öllu, en ný­út­skrif­að­ur mann­fræð­ing­ur sem skrif­aði loka­rit­gerð um „dýrkyn­hneigð“ seg­ir „ekki rétt að slá því föstu að all­ir sem gera þetta séu níð­ing­ar“.

Vilja opna umræðuna um kynlíf manna með dýrum
Höfundur ritgerðar um „dýrkynhneigð“ óttast ekki jaðarsetningu eða fordæmingu vegna umræðu um að kynlíf með dýrum sé ekki endilega siðferðilega rangt, enda hafi samfélagsumræðan opnast undanfarin ár.

Er það lítilsvirðing við dýr að gera ráð fyrir að þau séu ófær um að veita samþykki fyrir kynmökum við fólk? Þetta er á meðal spurninganna sem Kristín Björg Björnsdóttir glímdi við í lokaritgerð sinni við mannfræðideild Háskóla Íslands í vetur. 

Hún bendir á að menn hafi stundað kynlíf með dýrum frá örófi alda og enn finnist samfélög og samfélagskimar þar sem slík hegðun sé félagslega viðurkennd. Þá veltir hún því upp hvort rannsóknir á framleiðslu oxítósins, svokallaðra tilfinningasameinda, muni í framtíðinni geta varpað ljósi á hvenær og hvort dýr séu samþykk kynlífi með manneskjum.

Misbeiting á valdi„Maðurinn nýtur yfirburðastöðu gagnvart öðrum dýrum og kynmök fólks með dýrum er misbeiting á því valdi,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambandsins.

Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, er alfarið mótfallin því að manneskjur hafi samfarir við dýr. „Afstaða sambandsins gagnvart slíkum verknaði er skýr. Við teljum kynlíf með dýrum óréttlætanlegt, óháð því hvaða dýrategund er um að ræða, óháð því hvaða atferli dýrið sýnir og alveg sama hvaða hneigðir menn hafa,“ segir hún. „Maðurinn nýtur yfirburðastöðu gagnvart öðrum dýrum og kynmök fólks með dýrum er misbeiting á því valdi.“ Hallgerður telur þó mikilvægt að fram fari opin umræða um kynferðislegt samneyti manna við dýr, enda verði aðeins þannig hægt að varpa ljósi á vandann.

Skrif Kristínar Bjargar eru framlag til slíkrar umræðu. „Hugmyndin kviknaði þegar ég fór í skiptinám til Englands og sat áfanga sem hét Gender and Sexuality. Þar lásum við grein um mann sem er ástfanginn af hestinum sínum,“ segir Kristín í samtali við Stundina. „Mér fannst greinin svo merkileg, því það var ekkert ógeðslegt við lýsingar mannsins. Ég fékk enga klígju því þetta virtist vera hrein ást með samþykki hans og merarinnar. Þetta opnaði augu mín fyrir því að það eru ekki endilega allir ógeð sem stunda kynlíf með dýrum.“ Úr varð að Kristín skrifaði BA-ritgerð undir yfirskriftinni „Meira en bara besti vinur mannsins?“ þar sem sjónum er beint að sambandi manna og dýra, kynferðislegu samneyti og menningarlegum tabúum. 

Bannið nær ekki til allra dýra

Sjónarmið Kristínar, Hallgerðar og fræðimanna sem fjallað hafa um viðfangsefnið eru  allrar athygli verð og verða rakin hér á eftir. Fyrst er þó vert að líta aðeins á lagagrundvöllinn á Íslandi og nágrannalöndunum að því er varðar samræði manna og dýra. 

Samræði manna við dýr var löglegt á Íslandi allt til ársins 2014 þegar ný heildarlög um velferð dýra tóku gildi. Þar er meðal annars kveðið á um bann við því að „hafa samræði eða önnur kynferðismök við dýr“ en bannið gildir einvörðungu um hryggdýr, tífætlukrabba, smokkfiska og býflugur, enda nær gildissvið dýravelferðarlaga einungis til þeirra. Engin lög banna mönnum að áreita dýr kynferðislega eða særa blygðunarsemi þeirra með lostugu athæfi.

Að því er fram kom í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu sem síðar varð að dýravelferðarlögum var ákvæðinu um kynlíf manna með dýrum bætt inn vegna mála sem komið höfðu upp á Íslandi og erlendis. Borið hafði á því að dýr væru notuð í kynferðislegum tilgangi gegn greiðslu, einkum í Danmörku þar sem löggjöfin var frjálslegri en annars staðar og sprottið hafði upp eins konar ferðamannaiðnaður í kringum dýravændishús. Í kjölfar háværrar umræðu og þrýstings dýraverndarsinna samþykkti danska þingið lög þar sem lagt var blátt bann við samræði manna og dýra. 

Dýrasiðaráð til varnar dýragirnd

Bannið í Danmörku var umdeilt. Frjálslyndi flokkurinn lagðist gegn því og Dýrasiðaráð Danmerkur varaði við því. Dan Jorgensen, þáverandi landbúnaðarráðherra Danmerkur, lagði hins vegar áherslu á að dýr væru ófær um að segja nei og því bæri að láta þau njóta vafans.

 

Frjálslyndur DaniPeter Sandøe, prófessor í dýrasiðfræði og fyrrverandi formaður Dýrasiðaráðs Danmerkur, hefur tekið frjálslynda afstöðu gagnvart kynmökum manna við dýr.

Peter Sandøe, formaður Dýrasiðaráðsins, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og annar af höfundum bókarinnar Ethics of Animal Use, gaf lítið fyrir þau rök sem lágu að baki banninu og sagði í viðtali við Berlingske Tidende að með þeim væru menn að eigna dýrum tilfinningar og hugmyndir um kynlíf og kynferðismál sem engar vísbendingar væru um að þau hefðu. Auk þess benti ekkert til þess að kynferðismök ein og sér hefðu skaðleg áhrif á dýr og fremur ætti að leggja kapp á að sporna gegn raunverulegum líkamsmeiðingum manna á dýrum. 

Dýrin eiga sinn eigin veruleika

Hallgerði Hauksdóttur hjá Dýraverndarsambandinu finnst þessi sjónarmið Peter Sandøe afar mannhverf, þ.e. lykta af tilhneigingu mannsins til að líta á sjálfan sig og sína hugsun sem miðpunt og kjarna tilverunnar og dýraríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár