Ólafur Hafsteinn Einarsson sendi harðort bréf til dómsmálaráðherra þar sem hann kallaði eftir formlegu svari ráðherra varðandi beiðni hans um opinbera rannsókn á starfsemi kvennafangelsisins Bitru á Suðurlandi, þar sem Ólafur og aðrir fatlaðir einstaklingar voru vistaðir án dómsúrskurðar. Bréfið var sent ráðherra þann 12. mars og óskað eftir svari fyrir 1. júlí. Þann 3. júlí barst bréf frá dómsmálaráðuneytinu þess efnis að vegna sumarfría væri ekki unnt að svara bréfinu strax, en verið væri að vinna að svari. Tæpum tveimur mánuðum síðar hefur enn ekkert svar borist. Almennt er miðað við að svar við fyrirspurnum berist innan tveggja vikna.
Fatlaðir vistmenn bjuggu í opna fangelsinu Bitru, samhliða föngum, en einn þeirra sat inni fyrir manndráp. …
Athugasemdir