Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Amma hjálpaði til með dragið

Magnús Bjarni Grön­dal gef­ur stað­alí­mynd­um fing­ur­inn sem dragdottn­ing og þung­arokk­ari.

Magnús Bjarni Gröndal, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Migthy Bear, hefur skotist upp stjörnuhimininn sem framúrstefnulegur listamaður sem tjáir sig á jaðrinum. Bæði sem söngvari og gítarleikari í þungarokkshljómsveitinni We Made God eða í gegnum tilraunakennda raftónlist í gervi dragdrottningarinnar Mighty Bear, sem skiptir um andlitsgrímur eftir uppátækjum. Innra með Magnúsi Bjarna slær ólgandi listamannshjarta fyllt baráttugleði. Hann opnar sig um tabúin, listina, hatrið og ástina í öllu, þegar hann kýs að fella grímuna.

„Það þarf heilmikla karlmennsku og þor að útsetja sig í fjaðurskrúða og á pinnahælum, standandi á miðju sviði undir stingandi ljóshafi athyglinnar. Hvað er það annað en kjarkur og þor að útsetja sig í dýrðarljóma dragsins? Þar sem fólk getur hæðst og fordæmt rétt sisona eftir geðþóttum. Ég er óhræddur við að koma fram undir þeim formerkjum, enda sviðið töfrandi staður til að vera á. Þar sem listsköpunin fær að streyma og öll heimsins vandamál …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár