Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra

Kynntu kosn­inga­áhersl­ur sín­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í dag. Hafna fjár­fest­inga­stefnu nú­ver­andi meiri­hluta. Vilja lengja opn­un­ar­tíma skemmti­staða og lækka fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra
Ætla að hækka laun kennara í Reykjavík Viðreisn vill gera sérsamninga við kennara í Reykjavík, hækka laun þeirra og stöðva þar með flótta úr stéttinni.

Viðreisn hyggst gera sérstakan kjarasamning við kennara í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar og hækka laun þeirra. Þannig megi bregðast við flótta úr kennarastétt og gera leik- og grunnskóla að eftirsóttum vinnustöðum.

Þá skal opnun ungbarnadeilda á leikskólum borgarinnar sett í forgang þegar kemur að dagvistunarúrræðum.

Viðreisn hafnar fjárfestingastefnu núverandi borgarstjórnarmeirihluta sem gangi út á stórfjárfestingar á toppi hagsveiflunnar.

Flokkurinn vill byggja upp ný hverfi innan borgarinnar við Elliðaárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum og halda áfram stefnu um þéttingu byggðar. Fjölga á félagslegum leiguíbúðum um 350 á næstu fjórum árum, sértækum búseturýmum fyrir fatlaða á að fjölga um 100 á sama tíma og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur skal fjölgað um 10 íbúðir. Þetta er meðal helstu áherslumála borgarstjórnarframboðs Viðreisnar en stefnumál framboðsins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynnt í dag.

Þegar kemur að atvinnumálum vill Viðreisn einfalda leyfisveitingar til fyrirtækja og auka skilvirkni, meðal annars með því að hægt verði að sinna öllum erindum innan stjórnsýslunnar rafrænt. Til að mynda verði umsækjendum um leyfi til hvers konar atvinnustarfsemi ávallt svarað innan tveggja daga um hvort umsókn sé fullnægjandi.

Flokkurinn vill þá að opnunartími skemmtistaða verði lengdur á afmörkuðum svæðum fjarri íbúabyggð til að draga úrónæði í miðborginni. Er sérstaklega bent á Grandasvæðið í þeim efnum.

Viðreisn vill að sveitarfélögin fái sinn hlut í gistináttagjaldi og að borgin taki við veitingu rekstrarleyfa fyrir gisti- og veitingastaði frá sýslumönnum til að gera kerfið skilvirkara. Þá vill flokkurinn lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins til að bæta samkeppnisstöðu Reykjavíkur.

Hækka laun og fjölga umgbarnadeildum

Hvað varðar skóla- og frístundamál vill framboðið gera sérkjarasamninga við grunn- og leikskólakennara og stöðva þannig flótta úr kennarastétt með hækkun launa. Fjölgun ungbarnadeilda verður sett í forgang, ýmist með stækkun leikskóla borgarinnar, útboðum til annarra aðila eða með því að stutt verði við fagaðila svo hægt verði að starfrækja dagvistun í samstarfi við vinnustaði. Þá verði greiðslur til dagforeldra hækkaðar.

Vilja byggja upp þrjú ný hverfi

Í skipulags- og samgöngumálum leggur framboðið áherslu á að þétting byggðar verði framhaldið, uppbygging íbúahverfist í Úlfarsárdal verði lokið og ný hverfi rísi við Elliðarárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum. Hverfin tengist fyrsta áfanga borgarlínu sem framboðið styður að verði byggð upp. Þá vill Viðreisn að umferð verði færð neðanjarðar í nýjum stofnvegaframkvæmdum og er bent á gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar sem slíka staðsetningu. Bæta á almenningassamgöngur, meðal annars með aukinn tíðni strætóferða. Framboðið vill að flugvellinum verði fundinn nýr staður í gennd við borgina en hann verði áfram í Vatnsmýri þar til sú staðsetning liggi fyrir.

Boðið verði upp á fríar ferðir með strætó þá daga sem mengun í borginni fer yfir hættumörk en almennt verði hlutdeild farþega í heildarkostnaði við rekstur aukinn. Reynt verði að draga úr mengun vegna bílaumferðar með takmörkunum á notkun nagladekkja. Þá verði íbúum auðveldað að flokka rusl með aukinni tíðni sorplosunar og fjöltunnukerfi.

Félagslegum íbúðum fjölgi um 350

Hvað varðar velferðarmál er stefnt að því að ná fram samfellu í þjónustu við aldraða. Efla þarf kvöld- og helgarþjónustu, stórbæta böðunarþjónustu og að boðið verði uppá fjölbreyta þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Þá verði dagvistnarúrræðum fyrir aldraða fjölgað um 40. Viðreisn útilokar ekki einkarekstur í þessum efnum heldur er opin fyrir fjölbreyttum rekstrarformum. Fjölga á þjónustuíbúðum á vegum Reykjavíkur um 40 íbúðir á næstu fjórum árum og stytta þannig biðlista.

Fjölga skal sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um hundrað rými á næsta kjörtímabili í samræmi við þær áætlanir sem liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg og aukin áhersla verði á persónustýrða þjónustu fyrir fatlað fólk.

Viðreisn vill fjölga félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar um 350 íbúðir á kjörtímabilinu. Í dag eru tæplega 2000 íbúðir á vegum Félagsbústaða og um þúsund manns eru á biðlista. Styðja á við samstarf við aðila sem vilja byggja upp húsnæði á félagslegum forsendum en einnig að tryggja lóðir og húsnæði fyrir almennan leigumarkað á viðráðanlegu verði.

Þegar kemur að efnahag borgarinnar hafnar Viðreisn núverandi stefnu borgarstjórnarmeirihlutans sem  gangi út á að blása til stórfjárfestinga á toppi hagsveiflunnar en draga svo harkalega úr þeim á næsta kjörtímabili. Mun ábyrgara sé að jafna fjárfestingarnar yfir næstu ár, og vera jafnvel undir það búin að auka þær þegar efnahagslífið tekur að kólna. Sér í lagi er stefnan um stórfelld uppkaup á notuðu íbúðarhúsnæði á tímum þenslu á fasteignamarkaði sögð óskynsamleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár