Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Í heimi fatlaðra er ekkert í boði nema að berjast

Krist­ín Ýr Gunn­ars­dótt­ir skrif­ar um reynslu sína og annarra mæðra lang­veikra barna. Í stað þess að hlustað væri á áhyggj­ur henn­ar af barn­inu var henni sagt að hvílast því þreyta gæti haft þessi áhrif á mæð­ur. Önn­ur stóð frammi fyr­ir því að áhyggj­ur henn­ar væru af­skrif­að­ar sem fæð­ing­ar­þung­lyndi. All­ar eru þær sam­mála um að kerf­ið ýti und­ir fé­lags­lega ein­angr­un, grein­ing­ar­ferl­ið er langt og strangt og eng­in að­stoð í boði. Þvert á móti er bar­átt­an við kerf­ið jafn­vel stærsti streitu­vald­ur for­eldra í þess­ari stöðu.

Ég reif dóttur mína upp úr vöggunni eina nóttina. Ég heyrði einhver skrítin hljóð í henni og ég hélt að hún væri að deyja. Hún hafði fengið nokkur svona köst áður, þar sem hún blánaði örlítið og stífnaði upp. Þegar hjartað barðist ótt og títt í brjóstinu á mér mundi ég eftir orðum læknisins: „Hún er alheilbrigð, þú sjálf þarft bara að finna leiðir til að hvílast. Þreyta getur haft þessi áhrif.“ Þegar ég róaðist og sá að hún var komin með eðlilegan lit aftur gat ég ekki hætt að hugsa um að ég væri hreinlega að missa vitið, að ég væri farin að ímynda mér að dóttir mín væri að deyja.

Það var svo nokkrum vikum seinna að hún var í pössun hjá afa sínum. Hann hringdi í mig um kvöldið í hálfgerðu áfalli. Hann hafði upplifað það sama: hún stífnaði, blánaði og það tók hana smá tíma að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár