Í lok ágúst flaug Svanhildur Hákonardóttir til Bandaríkjanna. Hún var ein á ferð en ætlaði sér að hitta mann, sem hún hafði aldrei séð áður en kynntist á netinu og leist vel á. Á flugvellinum beið hann eftir henni, Anthony Bryant, með risastóran blómvönd. Móðir hans var með í för og móttökurnar voru hlýjar. „Þetta var ótrúlega yndisleg stund. Hann tók utan um mig, rétti mér blómvöndinn og sagði: „How wonderful to see you.““
Þessi maður er nú eiginmaður Svanhildar en þau gengu í hjónaband skömmu fyrir áramótin. Hún er sannfærð um að þeirra hjóna bíði björt framtíð. „Ég er líka komin á þann stað að ég er tilbúin að gefa meira af mér en ég gerði áður.“ Í hennar huga felst ástin í gagnkvæmri virðingu. „Við getum verið ólíkir einstaklingar og höfum rétt á því að vera eins og við erum. Það þarf að samþykkja manneskjuna eins og hún …
Athugasemdir