Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Föst í Kvennaathvarfinu vegna forræðisdeilu

Ver­öld Ma­ariu Päi­vin­en var um­turn­að í ág­úst síð­ast­liðn­um þeg­ar finnsk­ur dóm­stóll komst að þeirri nið­ur­stöðu að end­ur­senda ætti eins og hálfs árs gaml­an son henn­ar til Ís­lands. Mæðg­in­in hafa dval­ið í Kvenna­at­hvarf­inu all­ar göt­ur síð­an. Ma­aria hef­ur kært ís­lensk­an barns­föð­ur sinn til lög­reglu fyr­ir að brjóta á sér, en hann þver­neit­ar sök og seg­ir hana mis­nota að­stöðu Kvenna­at­hvarfs­ins.

Síðla kvölds þann 4. ágúst síðastliðinn barði lögreglan að dyrum á heimili Maariu Päivinen rithöfundar og ætlaði að hrifsa eins og hálfs árs gamlan son hennar úr örmum móður sinnar og fara með hann í athvarf. Maaria mætti ekki fylgja honum þangað. Barnið, sem var enn á brjósti og hafði aldrei verið aðskilið móður sinni, skildi ekki hvað var að gerast, en Maaria brast í grát. 

„Þetta var mjög erfið lífsreynsla,“ rifjar hún upp með grátkæfðri röddu. „Þetta var að kvöldi til, hann var kominn í náttfötin sín og við vorum að fá okkur kvöldhressingu. Ég hélt að systir mín væri fyrir utan, en þegar ég opnaði dyrnar var þetta lögreglan og félagsráðgjafi á vegum sveitarfélagsins og þau voru komin til að taka af mér barnið.“

Ástæðan fyrir komu lögreglunnar var að fyrr um daginn hafði finnskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að endursenda ætti son Maariu til Íslands á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár