Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslendingar ganga til kosninga

Ít­ar­leg um­fjöll­un er um kosn­ing­arn­ar á Ís­landi í er­lend­um miðl­um. Þar er tal­að um kosn­ing­ar í skugga hneykslis­mála.

Íslendingar ganga til kosninga

Í dag ganga Íslendingar til kosninga, í annað sinn á innan við ári. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og klukkan ellefu í morgun var kjörsókn betri en á sama tíma og í fyrra. Kjörstaðir eru opnir til klukkan tíu í kvöld og á vef dómsmálaráðuneytisins má finna upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá, sjá kosningar.is.

Ítarlega hefur verið fjallað um kosningarnar í erlendum miðlum, en boðað var til þeirra eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, vegna þess hvernig ráðherrar Sjálfstæðisflokksins gengu fram í máli er varðaði uppreist æru manna er höfðu brotið kynferðislega gegn börnum. Þá var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig settur af vegna málsins.

Aðeins tæpu ári áður hafði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprungið vegna uppljóstrunar á eignarhaldi þáverandi forsætisráðherra og fleiri ráðherra á aflandsfélögum í skattaskjólum.

Í skugga pólitískra hneykslismála 

Í erlendum miðlum hefur aðallega verið fjallað um pólitíshneykslismál, lögbann á fréttaflutning um viðskipti forsætisráðherra, Panamaskjölin , uppreist æru og traust.

Eitt stærsta dagblað Svíþjóðar, Svenska Dagbladet, birti forsíðuviðtal við Höllu Ólöfu Jónsdóttur í morgun undir fyrirsögninni, Barnaníðshneykslið sem skók ríkisstjórnina. Í blaðinu er rætt við fleiri þolendur Róberts Downey um það hvernig lögin vernduðu barnaníðinga, þar til ungu konurnar sögðu stopp.

Þá er ítarleg úttekt um stöðu mála að finna í New York Times, þar sem því er haldið fram að kjósendur gangi til kosninga í skugga pólitískra hneykslismála og vantrausts.

Í fyrirsögn The Guardian er talað um röð hneykslismála. Í umfjöllun blaðsins er meðal annars vísað í fyrri umfjöllun The Guardian, Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, og lögbannið sem sett var á íslensku miðlana í kjölfarið.

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa?

Enn er hægt að taka kosningapróf Stundarinnar, þar sem hægt er að velja vægi spurninga út frá mikilvægi málaflokksins að eigin mati.

Kosningaprófið er að finna hér

Meirihluti á því að stjórnvöld eigi að gagnrýna forseta Bandaríkjanna opinberlega 

Nú þegar hafa ríflega þrjátíu þúsund Íslendingar hafa tekið kosningapróf Stundarinnar. Þar kemur meðal annars fram að meirihluti þeirra sem hafa tekið kosningaprófið telja að íslensk stjórnvöld ættu að gagnrýna framgöngu Donald Trump opinberlega, en 44 prósent þeirra sem hafa tekið prófið lýsa sig frekar eða mjög sammála þeirri afstöðu en 24 frekar eða mjög ósammála. 27,5 prósent segjast hlutlausir.

Þá eru 55 prósent þátttakenda mótfallnir þeirri fullyrðingu að aukinn og sýnilegri vopnaburður lögreglumanna sé nauðsynlegur vegna aðsteðjandi ógna, á meðan 29 prósent segjast mjög eða frekar sammála og 12,7 prósent taka ekki afstöðu.

Fleiri segjast vera frekar eða mjög ósammála því að leyfa eigi sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum, eða 50,2 prósent, á meðan 36,2 prósent segist vera frekar eða mjög sammála því.

Svipað hlutfall er ósammála því að flytja þurfi Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir þéttari byggð, eða 49,9 prósent. 29,4 lýsir sig hins vegar sammála því og 17,6 segjast hlutlaus. Aðrir láta spurningunni ósvarað.

Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort hlúa þyrfti betur að þeim Íslendingum sem standa höllum fæti áður en tekið er á móti fleiri flóttamönnum. 41,4 þátttakenda sögðust frekar eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu, en fleiri sögðust frekar eða mjög sammála, eða 46,2 prósent. Þrettán prósent sögðust hlutlausir í afstöðu sinni til fullyrðingarinnar.

Hins vegar sögðust 47,2 frekar eða mjög ósammála því að herða þurfi reglur um móttöku hælisleitenda og veita færra fólki hæli á Íslandi, en 34 prósent sögðust sammála og 15,6 sögðust hlutlaus.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár