Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslendingar ganga til kosninga

Ít­ar­leg um­fjöll­un er um kosn­ing­arn­ar á Ís­landi í er­lend­um miðl­um. Þar er tal­að um kosn­ing­ar í skugga hneykslis­mála.

Íslendingar ganga til kosninga

Í dag ganga Íslendingar til kosninga, í annað sinn á innan við ári. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og klukkan ellefu í morgun var kjörsókn betri en á sama tíma og í fyrra. Kjörstaðir eru opnir til klukkan tíu í kvöld og á vef dómsmálaráðuneytisins má finna upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá, sjá kosningar.is.

Ítarlega hefur verið fjallað um kosningarnar í erlendum miðlum, en boðað var til þeirra eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, vegna þess hvernig ráðherrar Sjálfstæðisflokksins gengu fram í máli er varðaði uppreist æru manna er höfðu brotið kynferðislega gegn börnum. Þá var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig settur af vegna málsins.

Aðeins tæpu ári áður hafði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprungið vegna uppljóstrunar á eignarhaldi þáverandi forsætisráðherra og fleiri ráðherra á aflandsfélögum í skattaskjólum.

Í skugga pólitískra hneykslismála 

Í erlendum miðlum hefur aðallega verið fjallað um pólitíshneykslismál, lögbann á fréttaflutning um viðskipti forsætisráðherra, Panamaskjölin , uppreist æru og traust.

Eitt stærsta dagblað Svíþjóðar, Svenska Dagbladet, birti forsíðuviðtal við Höllu Ólöfu Jónsdóttur í morgun undir fyrirsögninni, Barnaníðshneykslið sem skók ríkisstjórnina. Í blaðinu er rætt við fleiri þolendur Róberts Downey um það hvernig lögin vernduðu barnaníðinga, þar til ungu konurnar sögðu stopp.

Þá er ítarleg úttekt um stöðu mála að finna í New York Times, þar sem því er haldið fram að kjósendur gangi til kosninga í skugga pólitískra hneykslismála og vantrausts.

Í fyrirsögn The Guardian er talað um röð hneykslismála. Í umfjöllun blaðsins er meðal annars vísað í fyrri umfjöllun The Guardian, Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, og lögbannið sem sett var á íslensku miðlana í kjölfarið.

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa?

Enn er hægt að taka kosningapróf Stundarinnar, þar sem hægt er að velja vægi spurninga út frá mikilvægi málaflokksins að eigin mati.

Kosningaprófið er að finna hér

Meirihluti á því að stjórnvöld eigi að gagnrýna forseta Bandaríkjanna opinberlega 

Nú þegar hafa ríflega þrjátíu þúsund Íslendingar hafa tekið kosningapróf Stundarinnar. Þar kemur meðal annars fram að meirihluti þeirra sem hafa tekið kosningaprófið telja að íslensk stjórnvöld ættu að gagnrýna framgöngu Donald Trump opinberlega, en 44 prósent þeirra sem hafa tekið prófið lýsa sig frekar eða mjög sammála þeirri afstöðu en 24 frekar eða mjög ósammála. 27,5 prósent segjast hlutlausir.

Þá eru 55 prósent þátttakenda mótfallnir þeirri fullyrðingu að aukinn og sýnilegri vopnaburður lögreglumanna sé nauðsynlegur vegna aðsteðjandi ógna, á meðan 29 prósent segjast mjög eða frekar sammála og 12,7 prósent taka ekki afstöðu.

Fleiri segjast vera frekar eða mjög ósammála því að leyfa eigi sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum, eða 50,2 prósent, á meðan 36,2 prósent segist vera frekar eða mjög sammála því.

Svipað hlutfall er ósammála því að flytja þurfi Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir þéttari byggð, eða 49,9 prósent. 29,4 lýsir sig hins vegar sammála því og 17,6 segjast hlutlaus. Aðrir láta spurningunni ósvarað.

Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort hlúa þyrfti betur að þeim Íslendingum sem standa höllum fæti áður en tekið er á móti fleiri flóttamönnum. 41,4 þátttakenda sögðust frekar eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu, en fleiri sögðust frekar eða mjög sammála, eða 46,2 prósent. Þrettán prósent sögðust hlutlausir í afstöðu sinni til fullyrðingarinnar.

Hins vegar sögðust 47,2 frekar eða mjög ósammála því að herða þurfi reglur um móttöku hælisleitenda og veita færra fólki hæli á Íslandi, en 34 prósent sögðust sammála og 15,6 sögðust hlutlaus.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár