„Svo þú varst að koma frá Kosovo?“ segir sminkan þar sem ég sit í stól og er gerður klár fyrir myndatöku Forlagsins. „Fyrrverandi kærastinn minn var einmitt að vinna á flugvellinum í Kosovo.“ Og mikið rétt, ferðahandbókin mín segir einmitt að Kosovo sé svo alþjóðlegt land að símakerfið þar sé makedónskt og flugvellinum hafi eitt sinn verið stjórnað af Íslendingum. Árið 2003 tók íslensk sveit, undir forystu Commander Halla Sigurðssonar, yfir flugvöllinn í höfuðborginni Pristina á vegum NATO og stjórnaði honum í hálft ár. Þótti aðgerðin takast nokkuð vel, en verr fór ári síðar þegar Íslendingar sáu um flugvöllinn í Kabúl í Afganistan og fóru sér að voða í teppakaupaferð í bænum.
Kosovo er undarlegt land, nánast búið til og rekið af alþjóðastofnunum. Þeir notast við evruna þótt þeir séu ekki í Evrópusambandinu og á götunum má víða sjá herbíla merkta KFOR, sem er Kosovo-her NATO. Enn eru um 5.000 …
Athugasemdir