Sveitarstjórnarkosningar móta landsmálin

Kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna munu setja mark sitt á ár­ið og gætu hrein stjórn­ar­skipti átt sér stað í Reykja­vík­ur­borg í fyrsta sinn í lang­an tíma. Stjórn­ar­and­stað­an gæti náð vopn­um sín­um á þingi á nýju ári en fjöl­mörg mál eru lík­leg til að leiða til átaka.

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí 2026 en þá verður tæpt eitt og hálft ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum eftir alþingiskosningar í lok árs 2024. Þekkt er að ráðandi ríkisstjórnarflokkum sé refsað í sveitarstjórnarkosningum og hefur fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins dalað í könnunum á meðan flokkur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra mælist skýjum ofar.

Viðmælendur Heimildarinnar segja þó að margt eigi eftir að koma í ljós. Fylgi Miðflokksins á landsvísu geti smitast yfir í sveitarstjórnarmálin en kjósendur Samfylkingarinnar virðast ánægðir með sinn flokk. Þrátt fyrir slakt fylgi á landsvísu njóti Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mikils stuðnings í ákveðnum sveitarfélögum. Vinstriflokkarnir sem þurrkuðust út af þingi í alþingiskosningunum, Vinstri græn og Píratar, gætu náð inn fólki í Reykjavík enda 23 sæti í boði fyrir borgarfulltrúa.

Þannig gætu allir flokkar lýst yfir sigri, hver með ólíkum hætti, aðfaranótt 17. maí.

Blokkamyndun í Reykjavík

Línur virðast vera að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár