Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 16. maí 2026 en þá verður tæpt eitt og hálft ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum eftir alþingiskosningar í lok árs 2024. Þekkt er að ráðandi ríkisstjórnarflokkum sé refsað í sveitarstjórnarkosningum og hefur fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins dalað í könnunum á meðan flokkur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra mælist skýjum ofar.
Viðmælendur Heimildarinnar segja þó að margt eigi eftir að koma í ljós. Fylgi Miðflokksins á landsvísu geti smitast yfir í sveitarstjórnarmálin en kjósendur Samfylkingarinnar virðast ánægðir með sinn flokk. Þrátt fyrir slakt fylgi á landsvísu njóti Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mikils stuðnings í ákveðnum sveitarfélögum. Vinstriflokkarnir sem þurrkuðust út af þingi í alþingiskosningunum, Vinstri græn og Píratar, gætu náð inn fólki í Reykjavík enda 23 sæti í boði fyrir borgarfulltrúa.
Þannig gætu allir flokkar lýst yfir sigri, hver með ólíkum hætti, aðfaranótt 17. maí.
Blokkamyndun í Reykjavík
Línur virðast vera að …



























Athugasemdir