Jólaævintýri leynikórsins

Tár falla, bæði í saln­um og í kórn­um sjálf­um, og sum­ir í saln­um syngja með. Lokatónn­inn hverf­ur út í skamm­deg­ið, ein­lægt klapp, þurrk­uð tár og ótal bros. Það þekkja all­ir and­lit í kórn­um en hann kem­ur bara fram fyr­ir sér­val­inn hóp og syng­ur þá inn jól­in.

Jólaævintýri leynikórsins
Á æfingu „Ég get ekki leyft mér að vera mjög strangur kórstjóri, þetta er auðvitað bara vinahópur sem er að hafa gaman, það skiptir miklu máli að ég sé ekki að koma hingað og skamma meðlimi,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir á æfingu Jólakórsins sem hún segir langt í frá stundvísasta kór sem hún hafi stjórnað. Mikill tími fari í fagn og faðmlög. Mynd: Golli

Í hlýlegum samkomusal hjúkrunarheimilis sitja sparibúnir eldriborgarar og bíða. Fyrir framan þá stendur jólakór sem gerir sig tilbúinn fyrir hátíðarsöng. Andlitin eru kunnugleg og mætti halda að hér væri verið að taka upp íslenska kvikmynd. Stórleikarar þjóðarinnar í bland við minna þekkt andlit draga djúpt andann og hefja söng.

Tár falla, bæði í salnum og í kórnum sjálfum, og sumir í salnum syngja með. Nokkrir syngja á innsoginu um meinvilla mannkind sem lá í myrkrunum. Lokatónninn hverfur út í skammdegið, einlægt klapp, þurrkuð tár og ótal bros. 

Þó að þetta gæti verið sena í kvikmynd, er enginn sem hrópar „KÖTT“ að lagi loknu. Engar myndavélar eru á staðnum, engin upptaka gerð – aðeins stöku farsími á lofti í hrukkóttum höndum og einn ljósmyndari. Í áratug hefur þessi kór starfað í kyrrþey með eitt hlutverk: að gleðja gamla fólkið á aðventunni – og sjálfan sig í leiðinni.

Jafnvægi radda …
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár