Þú veist aldrei hvað nágranni þinn gengur í gegnum

Heilsa skal ná­granna sín­um nán­ast án und­an­tekn­inga, seg­ir sáttamiðl­ari með sér­hæf­ingu í ná­granna­erj­um. Ef illa fer og fólk sit­ur und­ir sví­virð­ing­um, yf­ir­gangi, ógn­andi hegð­un og jafn­vel lík­ams­meið­ing­um er mik­il­vægt að sækja hjálp. „Frið­ur­inn er besti vin­ur okk­ar,“ seg­ir hann.

Þú veist aldrei hvað nágranni þinn gengur í gegnum
Óæskileg framkoma Hafsteinn bendir á að óæskileg framkoma geti komið í bakið á þeim sem hafa komið illa fram við nágranna sinn af þeirri einföldu ástæðu að þeir gætu þurft að leita til hans seinna vegna sinna íbúðarvandamála. Mynd: Golli

Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson hefur í gegnum tíðina unnið við sáttamiðlun, meðal annars í tengslum við nágrannaerjur. Hann segir að fólk þurfi fyrst og fremst að hafa í huga að það þurfi að koma fram við nágranna sína eins og þeir vilja að nágrannar sínir komi fram við sig. 

„Nánast án undantekninga skal heilsa nágranna sínum þrátt fyrir einhverjar óþægilegar uppákomur. Mikilvægt er að leggja sig fram um að reyna að kynnast aðeins, allavega upp að vissu marki. Ýmislegt er hægt að gera til að fólk kynnist hvert öðru.“

Þetta á ekki síst við í nábýli, eins og fjölbýlishúsum. Þar er til dæmis hægt að skipuleggja daga til að sinna eignunum, koma saman og gera huggulegt og vinna að úrbótum á sameign. „Ef börn búa í húsinu er hægt að sameinast um að gera eitthvað fyrir þau. Eins og að kaupa trampólín, lítil fótboltamörk eða leiktæki og setja þau upp saman. Slíkar framkvæmdir þurfa þó að vera samþykktar af meirihluta íbúa á húsfundi. Þetta gætu verið hagsmunir 40 prósent eða 80 prósent íbúa og öðrum íbúum finnst kannski of mikið í lagt. En ef það næst samkomulag um eitthvað álíka, þá er það fallegt og gott og eykur á gleði í samfélaginu.“

Auka má samheldni íbúa á fleiri vegu. Hafsteinn nefnir til dæmis sameiginlega grillveislu til að fólk kynnist nágrönnum sínum betur en ella. Hann bendir á að ef fólk þekkist þá eigi það auðveldara með að leita til hvert annars og bera upp mál við hvert annað á uppbyggilegan hátt. Að sama skapi er líklegra að það myndist meiri skilningur á milli fólks.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    "Þegar upp koma hegðunarvandamál í húsfélögum, einhver missir stjórn á hegðun sinni gagnvart öðrum íbúa, þá er mikilvægt að halda ró sinni og bíða með að leysa máið"
    „Friðurinn er besti vinur okkar en aftur á móti bælir öll streita ónæmiskerfið, veldur veikindum og ótímabærri öldrun. Þess vegna er svo mikilvægt að leysa vandamálin strax eða finna leiðir til að láta vandann ekki hafa nein áhrif á sig.“
    Hvort er skynsamlegra?
    0
  • Brynhildur Magnúsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þetta. Hafsteinn hjálpaði okkur í húsinu með verulega erfið samskipti við einn eiganda hússins og tókst að höggva á verulega slæman hnút sem öll samskipti voru komin í
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár