Ímyndaðu þér epli. Reyndu að sjá það fyrir þér í huganum. Hvernig lítur það út? Hvernig er það á litinn og í laginu? Sérðu glampa á það? Er það kannski svarthvítt? Mótar aðeins fyrir útlínum þess?
Það hvernig fólk sér hluti myndrænt fyrir sér í huganum er bæði einstaklingsbundið og mismunandi. Sumir hafa mjög sterkt ímyndunarafl og eru færir um að sjá flókna og margbrotna hluti fyrir sér, en aðrir síður.
Síðan eru enn aðrir sem sjá alls ekkert þegar þeir eru beðnir um að sjá eitthvað fyrir sér. Þetta fyrirbæri, skortur á hæfileikanum að geta séð hluti fyrir sér í huganum, er kallað hugsýnastol (e. aphantasia) og er talið að upplifun þriggja til fjögurra prósenta fólks einkennist af því.
Fannst tilhugsunin fáránleg
Í þau skipti sem sagnfræðingurinn Gauti Páll Jónsson var í áranna rás beðinn um að „sjá hluti fyrir sér“ áttaði hann sig ekki á því að …



























Athugasemdir